Hágrét þegar að hann sá bros á vörum Kristbjargar og vissi að HM væri möguleiki Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2018 10:00 Kristbjörg Jónasdóttir smellir einum á landsliðsfyrirliðinn Aron Einar áður en hann hélt á HM. Vísir/EgillA Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, gekk ekki heill til skógar á HM 2018 í Rússlandi en spilaði samt eins mikið og hann gat og fórnaði líkama sínum fyrir land og þjóð eins og svo oft áður. Í bókinni Aron - Sagan mín segir miðjumaðurinn öflugi frá öllu sem gekk á í kringum meiðslin sem að hann varð fyrir í lok apríl á þessu ári á móti Hull sem voru ekki langt frá því að ræna hann tækifærinu að leiða íslenska liðið út á HM. Aron segir frá því að honum leið ekki vel í upphitun fyrir leikinn. Hann var orkulaus og stífur en hugsaði með sér að hann myndi detta í gang þegar að flautað væri til leiks.Útlitið var ekki gott nokkrum mánuðum fyrir HM.vísir/getty45 mínútur í hólknum Leikurinn byrjaði vel en eftir aðeins fimm mínútur steig Aron niður í vinstri ökklann en leggurinn fór fram á við. Hann missteig sig harkalega og þá heyrðist „klikk“ í fætinum. Þegar að hann reyndi svo að standa upp heyrðist annað „klikk“ í hnénu. Fljótlega eftir leik kom í ljós að liðbandið skaddaðist ekki en klárt var að Aron þurfti að fara í myndatöku. Hann óttaðist það versta, að geta ekki verið með Íslandi á HM 2018 í Rússland. Hann fór á einkaklíník í Cardiff til sérfræðings sem renndi honum inn í „hólk“ eins og Aron orðar það. Myndatakan tók 45 mínútur og allan tímann var Aron að hugsa: „Hversu alvarlegt er þetta? Næ ég HM? Er ferilinn minn í hættu? Er hann bara búinn?“Aron Einar Gunnarsson leiddi íslenska liðið út á HM.vísir/gettyBrosið Þegar að myndatakan kláraðist klæddi Aron sig og rölti inn í herbergið þar sem að læknarnir og Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons, höfðu verið að horfa á myndirnar í rauntíma. Það var þá sem að hann fékk að vita að möguleikinn væri fyrir hendi að fara með til Rússlands. „Þegar að ég kom inn í herbergið var andlit Kristbjargar það fyrsta sem ég sá - og hún brosti! Það létti yfir mér á einu augnabliki, örugglega sterkar en nokkru sinni fyrr á ævinni,“ segir Aron í bókinni. „Ég brotnaði gjörsamlega niður. Það að ég ætti von, vonarglætu, endurspeglaðist svo ótrúlega skýrt í andlitinu á Kristbjörgu. Ég hágrét, vitandi að ég ætti einhvern séns,“ segir Aron Einar Gunnarsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00 Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00 Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Sjá meira
Tíðar ferðir á barinn og nokkrar í spilavíti gerðu Aroni erfitt fyrir á yngri árum Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson hleypir fólki nær sér en áður í nýrri ævisögu. 21. nóvember 2018 10:00
Van Gaal við Aron Einar: „Kanntu ekki fótbolta eða hvað er málið?“ Louis Van Gaal lét Aron Einar Gunnarsson heyra það á fyrstu æfingu landsliðsfyrirliðans með aðalliði AZ Alkmaar. 22. nóvember 2018 10:00