Fjórir flokkar vilja vísa veiðigjaldafrumvarpi frá Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 23. nóvember 2018 12:37 Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. vísir/vilhelm Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Fjórir stjórnarandstöðuflokkar leggja til að frumvarpi stjórnarflokkanna um breytingar á veiðigjöldum verði vísað frá í meðförum Alþingis og núgildandi lög framlengd um eitt ár. Til vara leggja þrír stjórnarandstöðuflokkar til að farin veriði fyrningarleið við útdeilingu aflaheimilda. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar og þingmaður Vinstri grænna, mælti fyrir breytingartillögum stjórnarmeirihlutans á veiðigjöldum á Alþingi í morgun, þar sem lagt er til að afsláttur af veiðigjöldum til útgerða verði aukinn um 60 prósent upp að sex milljónum króna. Stjórnarmeirihlutinn segir að með þessu sé verið að koma til móts við litlar og meðalstórar útgerðir og unnið gegn frekari samþjöppun í forræði á aflaheimildum. Veiðigjald miðist við aflaverðmæti í hverri tegund og komi öllum útgerðum til góða. Formenn Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Flokks fólksins og þingflokksformaður Pírata leggja fram frávísunartillögu og vilja að núverandi lög gildi áfram út næsta ár meðan farið verði frekar yfir málið. Enda hafi ekkert samráð verið haft við stjórnarandstöðuna vegna fyrirhugaðra breytinga á lögum um stjórn fiskveiða. Lilja Rafney sagði þessa tillögu þýða að meingölluð lög sem byggðu veiðigjöld á tveggja til þriggja ára upplýsingum giltu áfram. Það þýðddi að veiðigjöld á næsta ári gætu orðið 12,5 milljarðar. „Þá held ég að hrykti í stoðum margra byggðarlaga sem eiga að standa undir þeim veiðigjöldum. Þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki. Svo árið á eftir gætu veiðigjöldin dottið niður í 2,5 milljarða eða minna, miðað við afkomutengingu tvö til þrjú ár aftur í tímann,” sagði Lilja Rafney. Nái frávísunartillaga stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra ekki fram að ganga leggja þrír þeirra, Samfylkingin, Viðreisn og Píratar fram breytingartillögu sem felur í sér að veiðiheimildir fyrnist á tuttugu árum. „En nú án þess að búið sé að kalla eftir samráði, umsögnum eða eitt eða neitt á að fara eftir blautum draumum Viðreisnar, Samfylkingar og Pírata að fara að bjóða allar aflaheimildir upp á næstu tuttugu árum. Þetta eru nú frjálshyggjuflokkarnir saman komnir í einn kór,” sagði Lilja Rafney. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagðist ekki hafa heyrt rödd sérhagsmunanna eins skýra á Alþingi á tuttugu ára þingferli og nú. „Af hverju þarf útgerðin að ganga fyrir eldri borgurum og öryrkjum. Það eru tveir dagar frá því ríkisstjórnarflokkarnir samþykktu hér á þingi breytingartillögu þar sem framlög til eldri borgara og öryrkja voru lækkuð. Þessi spurning mín er mjög einföld; hvað liggur á. Af hverju á að taka útgerðina fram yfir eldri borgara og öryrkja,” sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir.
Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Afsláttur af veiðigjaldi hækkaður um 60 prósent Afsláttur á veiðigjöldum er aukinn um sextíu prósent samkvæmt tillögu meirihluta atvinnuveganefndar Alþingis sem skilaði áliti sínu í gær. 21. nóvember 2018 12:40