Íris segir sjálfsfróun kvenna vera tabú Stefán Árni Pálsson skrifar 23. nóvember 2018 14:30 Íris hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi. Kynlíf Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira
Listakonan Íris Stefanía Skúladóttir er bókmenntafræðingur og leikhúskona og stofnaði meðal annars leikhúsið Norðurpólinn. Íris var framkvæmdastjóri listahátíðarinnar List án landamæra og einnig lauk hún námi í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands en í dag er hún í MFA námi í sviðslistum við Listaháskóla Íslands. Og í því námi rannsakar hún kynhegðun fólks með áherslu á kynhegðun og sjálfsfróun kvenna og er hún að gefa út bók með sjálfsfróunarsögum íslenskra kvenna. Vala Matt ræddi við Írisi í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Hún segir að umræðan um kynlíf og sjálfsfróun kvenna vera ábótavant. Karlmenn ræði þessi mál ófeimnir en konurnar virðast oft skammast sín. Konur eru aldar upp við það að þetta umræðuefni sé ekki nógu kvenlegt eða hreinlega boðlegt ungum konum á meðan strákarnir verða karlmannlegir í augum annarra þegar þeir ræða sitt kynlíf og sína sjálfsfróun og ekkert þykir sjálfsagðara.Voru skrýtnar að ræða þetta „Þetta efni hefur eiginlega alltaf verið mér mjög hugleikið og það má alveg rekja þetta alveg niður í það þegar ég er sjálf unglingur,“ segir Íris. „Þá erum við vinkonurnar að tala um sjálfsfróun og erum bara mjög öruggar í því. Svo byrjar umræðan að vera meiri í kringum okkur en það eru bara strákar að tala um þetta. Við vorum bara flott, við skulum líka tala um þetta en það var ekki alveg tekið nægilega vel í það. Við finnum alveg fyrir því að við erum pínu skrýtnar að vera ræða þetta og það sé einhver skekkja þarna.“ Íris segist þá hafa rekist á rannsókn þar sem hlutföllin milli kynja séu mjög skökk. „Konur hafa ekki jafn mikið tilkall til umræðunnar þegar kemur að sjálfsfróun eða kynlífi og eigum að vera svo dannaðar, penar og fínar,“ segir Íris sem hefur verið að safna sjálfsfróunarsögum kvenna. Íris segir að það þurfi að breyta þessari umræðu og opna þannig að konur hafi sama frelsi og karlmenn. Hér að neðan má sjá viðtalið við Írisi.
Kynlíf Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Lífið Kanónur í jólakósí Menning Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Lífið Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Lífið Fleiri fréttir Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Sjá meira