Lífið

Harry og Meghan flytjast búferlum

Atli Ísleifsson skrifar
Harry og Meghan eiga von á sínu fyrsta barni í vor.
Harry og Meghan eiga von á sínu fyrsta barni í vor. Getty/Samir Hussein.

Harry Bretaprins og Meghan, eiginkona hans, munu flytjast búferlum á næsta ári og kveðja þá híbýli sín við Kensingtonhöll í London. Þau eiga von á sínu fyrsta barni í vor.



Harry og Meghan munu flytja í Frogmore Cottage jörð Windsorkastala, um fjörutíu kílómetrum vestur af London. Þau gengu í það heilaga í maí síðastliðinn og var brúðkaupsveislan haldin einmitt í Frogmore, sem var reist á sautjándu öld.



Þau hafa búið í Nottingham Cottage við Kensingtonhöll frá því að þau trúlofuðust á síðasta ári, en á lóðinni búa líka Vilhjálmur Bretaprins, Katrín og börn þeirra þrjú – Georg, Karlotta og Loðvík.



Í frétt Sky segir að þrátt fyrir að þau Harry og Meghan flytji í Frogmore verði skrifstofa þeirra áfram til húsa í Kensingtonhöll.



Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir í Frogmore að undanförnu þar sem verið er að undirbúa flutninginn. Alls eru tíu svefnherbergi í Frogmore, þar sem einnig er rými fyrir líkamsræktarsal og jógastúdíó.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×