Sigrún Sif mun leiða Ljósagöngu UN Women Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 10:30 Sigrún Sif Jóelsdóttir. Gangan hefst klukkan 17 á Arnarhóli. Fréttablaðið/Ernir Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni. Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sigrún Sif Jóelsdóttir mun leiða Ljósagöngu UN Women sem fram fer klukkan 17 í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Í tilkynningu frá samökunum segir að dagurinn marki upphaf sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi sem UN Women á Íslandi ásamt öðrum félagasamtökum hér á landi eru í forsvari fyrir. Gangan hefst á Arnarhóli og verður gengið suður Lækjargötu, upp Amtmannsstíg að Bríetartorgi. „Yfirskrift Ljósagöngunnar í ár er #hearmetoo. Á undanförnum árum hafa raddir þolenda kynferðisofbeldis og aðgerðarsinna gegn kynbundnu ofbeldi fengið hljómgrunn í gegnum byltingar á borð við #metoo og #timesup. Í Ljósagöngunni í ár heiðrar UN Women á Íslandi hinar fjölmörgu hugrökku raddir sem ljáð hafa byltingunni reynslu sína og frásagnir en einnig þær konur sem ekki búa við frelsi til að geta tjáð sig um misréttið sem þær eru beittar og neyðast til að bera harm sinn í hljóði. Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir gönguna ásamt Olgu Ólafsdóttur, Hjördísi Svan og Hildi Björk Hörpudóttir sem allar hafa barist gegn ofbeldi á konum og börnum. Sigrún Sif flytur hugvekju en hún tók þátt í herferð UN Women á Íslandi Kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Í myndbandi herferðarinnar sem fór eins og eldur um sinu netheima kom Sigrún ekki fram undir nafni en lánaði herferðinni sögu sína. Stuttu síðar steig hún fram til að undirstrika þau skilaboð að kynbundið ofbeldi er nær en þú heldur. Sigrún Sif Jóelsdóttir er jafnframt ein kvennanna í hópnum metoo fjölskyldutengsl og mun leiða Ljósagöngu UN Women í ár ásamt Olgu, Hjördísi og Hildi Björk í nafni allra þeirra kvenna sem þurft hafa að þola kynbundið ofbeldi,“ segir í tilkynningunni.
Kynferðisofbeldi MeToo Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Sigur að segja frá Sigrún Sif Jóelsdóttir leiðir Ljósagönguna í ár. Hún segir það persónulegan sigur á árinu að fá viðurkenningu á reynslu sinni af ofbeldi. 24. nóvember 2018 00:01