Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Stefán Ó. Jónsson skrifar 25. nóvember 2018 12:45 Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. vísir/vilhelm Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Í upphafi mánaðarins ógilti Hæstiréttur fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna ætlaðra brota fyrirtækisins á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri á árunum eftir hrun. Eftir úrskurð Hæstaréttar steig forstjóri Samherja fram og bar seðlabankastjóra þungum sökum, sagði hann hafa gerst brotlegan við lög og að Samherji íhugaði nú að sækja seðlabankastjóra til saka vegna málsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Már sagðist ekki ætla að tjá sig nánar um hugsanlega kæru Samherja á hendur sér, fyrirtækið hafi rétt til að leita réttar síns.Höftin láku „Það verður náttúrulega að hafa það í huga, að það er hin hliðin á þessu máli, það er að á þessum tíma, láku höftin allverulega, sérstaklega á árinu 2009. Bæði vantaði upp á skilaskylduna og það var verið að koma með aflandskrónur í stórum stíl til landsins. Menn voru náttúrulega að græða á þessu öllu. Sá hagnaður féll ekki af himnum ofan. Hann kom úr vasa almennings,“ segir Már. Hann segir það hafa verið skyldu Seðlabankans að láta gjaldeyrishöftin halda. Það hafi tekist að lokum og gjaldeyrisskilin batnað. „Við litum á þessa skyldu okkar og tókum það alvarlega. Auðvitað er líka hægt að gera hina villuna, af því að menn eru svo hræddir um að þeir vinni ekki öll mál, að þeir gegni ekki þessari skyldu sinni. Okkur ber að kæra ef rökstuddur grunur er. Við eigum ekki að leggja mat á það hvað er best fyrir okkur. Þetta er bara ótvíræð skylda.“Ólöglegt að leita sátta Hann segir að það hafi verið ólöglegt að ljúka málinu með sáttaferli. „Varðandi það að ef menn ætli að segja að þetta hafi verið sérstök herferð, þá reyndi ég að kanna þann möguleika, áður en Samherji var kærður í fyrra skiptið, sagði ég við mína lögfræðinga og aðra: „Er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli?“ Vegna þess að svona mál eru flókin. Þá var kallað á hæstaréttarlögmann sem sagði bara réttilega, og las upp úr lögunum: „Þú mátt það ekki. Þá ert þú að brjóta lögin“,“ sagði Már Guðmundsson en samtal þeirra Kristjáns má nálgast í heild sinni hér að neðan. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. Í upphafi mánaðarins ógilti Hæstiréttur fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna ætlaðra brota fyrirtækisins á skilaskyldu á erlendum gjaldeyri á árunum eftir hrun. Eftir úrskurð Hæstaréttar steig forstjóri Samherja fram og bar seðlabankastjóra þungum sökum, sagði hann hafa gerst brotlegan við lög og að Samherji íhugaði nú að sækja seðlabankastjóra til saka vegna málsins. Már Guðmundsson seðlabankastjóri ræddi við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Már sagðist ekki ætla að tjá sig nánar um hugsanlega kæru Samherja á hendur sér, fyrirtækið hafi rétt til að leita réttar síns.Höftin láku „Það verður náttúrulega að hafa það í huga, að það er hin hliðin á þessu máli, það er að á þessum tíma, láku höftin allverulega, sérstaklega á árinu 2009. Bæði vantaði upp á skilaskylduna og það var verið að koma með aflandskrónur í stórum stíl til landsins. Menn voru náttúrulega að græða á þessu öllu. Sá hagnaður féll ekki af himnum ofan. Hann kom úr vasa almennings,“ segir Már. Hann segir það hafa verið skyldu Seðlabankans að láta gjaldeyrishöftin halda. Það hafi tekist að lokum og gjaldeyrisskilin batnað. „Við litum á þessa skyldu okkar og tókum það alvarlega. Auðvitað er líka hægt að gera hina villuna, af því að menn eru svo hræddir um að þeir vinni ekki öll mál, að þeir gegni ekki þessari skyldu sinni. Okkur ber að kæra ef rökstuddur grunur er. Við eigum ekki að leggja mat á það hvað er best fyrir okkur. Þetta er bara ótvíræð skylda.“Ólöglegt að leita sátta Hann segir að það hafi verið ólöglegt að ljúka málinu með sáttaferli. „Varðandi það að ef menn ætli að segja að þetta hafi verið sérstök herferð, þá reyndi ég að kanna þann möguleika, áður en Samherji var kærður í fyrra skiptið, sagði ég við mína lögfræðinga og aðra: „Er ekki hægt að setja þetta mál í sáttaferli?“ Vegna þess að svona mál eru flókin. Þá var kallað á hæstaréttarlögmann sem sagði bara réttilega, og las upp úr lögunum: „Þú mátt það ekki. Þá ert þú að brjóta lögin“,“ sagði Már Guðmundsson en samtal þeirra Kristjáns má nálgast í heild sinni hér að neðan.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Sjávarútvegur Sprengisandur Tengdar fréttir Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30 Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00 „Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30 Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03 Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Sjá meira
Samherjamenn ósáttir við yfirlýsingar um formsatriði og undirbúa skaðabótamál Sjórnarformaður Samherja segir að félagið undirbúi nú skaðbótamál á hendur Seðlabanka Íslands. Hann segir erfitt að sitja undir yfirlýsingum um að mál Seðlabankans á hendur Samherja hafi fallið á tæknilegum atriðum þegar saksóknari hafi hreinsað félagið af sök. 20. nóvember 2018 18:30
Samherji segir rangt sagt frá Lögmaður Samherja segir rangt sem sagði í frétt RÚV að niðurfelling sérstaks saksóknara á kæru Seðlabankans hefði byggt á því að skort hefði á samþykki ráðherra á reglum bankans um gjaldeyrismál 12. nóvember 2018 07:00
„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir Má Guðmundsson sekan um refsivert athæfi. 9. nóvember 2018 12:30
Krefst skýringa frá Seðlabankanum vegna Samherjamálsins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur sent bankaráði Seðlabankans bréf þar sem hún óskar eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. 12. nóvember 2018 15:03