„Nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 9. nóvember 2018 12:30 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Vísir „Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja en fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var í gær dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Þorsteinn Már segir að brugðist verði við niðurstöðu Hæstaréttar á einhvern máta. „Már eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans hafa borið rangar sakargiftir á þónokkuð marga einstaklinga. Þar með talið mig,“ segir Þorsteinn. Hann hefur farið yfir málið með lögmönnum sínum og telur Má hafa gerst sekan um refsiverða háttsemi. „Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi.“ Hann segir það verra að starfsmenn Seðlabankans hafi fengið að starfa óáreittir í skjóli bankaráðs Seðlabankans. „Þetta er ekkert einsdæmi þetta mál. Við getum til dæmis nefnt Aserta málið og fleiri mál þar sem að menn hafa misbeitt valdi á refsiverðan hátt,“ segir Þorsteinn. „Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“Fréttastofa leitaði viðbragða Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum bankans er Már Guðmundsson seðlabankastjóri erlendis og ekki brugðist við að svo stöddu. Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Már Guðmundsson hefur farið mjög illa með það vald sem honum hefur verið trúað fyrir,“ segir Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja en fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál var í gær dæmd ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis. Dómur í héraði féll í apríl í fyrra en aðdragandann má rekja allt aftur til ársins 2010 þegar Seðlabankinn hafði til rannsóknar ætluð brot Samherja á reglum um gjaldeyrismál um skilaskyldu. Þorsteinn Már segir að brugðist verði við niðurstöðu Hæstaréttar á einhvern máta. „Már eins og aðrir starfsmenn Seðlabankans hafa borið rangar sakargiftir á þónokkuð marga einstaklinga. Þar með talið mig,“ segir Þorsteinn. Hann hefur farið yfir málið með lögmönnum sínum og telur Má hafa gerst sekan um refsiverða háttsemi. „Það er í sjálfu sér refsivert og að mati lögmanna okkar að það yrði skýr niðurstaða í því máli. Það er að segja að ég held að það sé nokkuð ljóst að Már Guðmundsson er á leiðinni í fangelsi.“ Hann segir það verra að starfsmenn Seðlabankans hafi fengið að starfa óáreittir í skjóli bankaráðs Seðlabankans. „Þetta er ekkert einsdæmi þetta mál. Við getum til dæmis nefnt Aserta málið og fleiri mál þar sem að menn hafa misbeitt valdi á refsiverðan hátt,“ segir Þorsteinn. „Núna þarf bankaráð að bera ábyrgð. Auðvitað á Már Guðmundsson að fara úr bankanum. Mér fyndist það ótrúlegt ef að fólk ætli að sitja uppi með mann til að stjórna Seðlabanka íslands sem er á leið í fangelsi.“Fréttastofa leitaði viðbragða Seðlabankans vegna dóms Hæstaréttar. Samkvæmt upplýsingum bankans er Már Guðmundsson seðlabankastjóri erlendis og ekki brugðist við að svo stöddu.
Dómsmál Samherji og Seðlabankinn Tengdar fréttir Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05 Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16 Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Segja Seðlabankann hafa beðið afhroð Forsvarsmenn útgerðarfyrirtækisins Samherja telja að Seðlabankinn hafi "beðið afhroð“ eftir að Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál væri ógild. 8. nóvember 2018 18:05
Átta ára baráttu lauk með sigri Samherja á Seðlabanka Íslands Fimmtán milljóna króna sekt Seðlabanka Íslands á hendur Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál er ógild. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. 8. nóvember 2018 15:16