Fyrrum ráðgjafa Trump-framboðsins skipað að hefja afplánun Kjartan Kjartansson skrifar 26. nóvember 2018 08:25 Papadopoulos (f.m.) játaði upphaflega og lýsti iðrun. Undanfarna mánuði hefur hann hins vegar amast við Mueller-rannsókninni og dregið lögmæti hennar í efa. Vísir/EPA Bandarískur alríkisdómari hefur hafnað kröfu George Papadopoulosar, fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump, um að fresta afplánun á fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að ljúga að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. Þarf Papadopoulos því að hefja afplánunina í dag. Papadopoulos var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Hann var sakfelldur fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa og hlaut tveggja vikna fangelsisdóm. Upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu á meintu samráði Trump-framboðsins við útsendara stjórnvalda í Kreml má rekja til yfirlýsinga Papadopoulosar við ástralskan erindreka í London árið 2016. Þar er Papadopoulos sagður hafa gefið í skyn að hann hefði vitneskju um að Rússar hefðu komist yfir mikið magn töluvpósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þá átti Papadopoulos fundi með maltverskum prófessor sem er talinn hafa verið milliliður fyrir rússneskstjórnvöld. Samskipti þeirra gengu meðal annars út á að koma á fundi á milli Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni, segja að lygar Papadopoulosar hafi orðið til þess að þeir náðu ekki yfirheyra prófessorinn á meðan hann var í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. 18. ágúst 2018 11:40 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari hefur hafnað kröfu George Papadopoulosar, fyrrverandi ráðgjafa forsetaframboðs Donalds Trump, um að fresta afplánun á fangelsisdómi sem hann hlaut fyrir að ljúga að fulltrúum alríkislögreglunnar FBI. Þarf Papadopoulos því að hefja afplánunina í dag. Papadopoulos var ráðgjafi framboðsins í utanríkismálum. Hann var sakfelldur fyrir að hafa logið að alríkislögreglunni um samskipti sín við Rússa og hlaut tveggja vikna fangelsisdóm. Upphaf Rússarannsóknarinnar svonefndu á meintu samráði Trump-framboðsins við útsendara stjórnvalda í Kreml má rekja til yfirlýsinga Papadopoulosar við ástralskan erindreka í London árið 2016. Þar er Papadopoulos sagður hafa gefið í skyn að hann hefði vitneskju um að Rússar hefðu komist yfir mikið magn töluvpósta Hillary Clinton, mótframbjóðanda Trump. Þá átti Papadopoulos fundi með maltverskum prófessor sem er talinn hafa verið milliliður fyrir rússneskstjórnvöld. Samskipti þeirra gengu meðal annars út á að koma á fundi á milli Trump og Vladímírs Pútín, forseta Rússlands. Saksóknarar Roberts Mueller, sérstaka rannsakandans sem stýrir Rússarannsókninni, segja að lygar Papadopoulosar hafi orðið til þess að þeir náðu ekki yfirheyra prófessorinn á meðan hann var í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Rússland Tengdar fréttir Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33 Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. 18. ágúst 2018 11:40 Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Fleiri fréttir Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Sjá meira
Ráðgjafi Trump dæmdur í fangelsi og segist hafa logið til að vernda sig og forsetann Saksóknarar fullyrtu að lygar Georges Papadopoulos hefðu hindrað rannsókn FBI á mikilvægum tímapunkti. Hann var dæmdur í tveggja vikna fangelsi vegna lyganna í dag. 7. september 2018 21:33
Mueller fer fram á 6 mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos Hinn sérstaki saksóknari Robert Mueller hefur farið fram á sex mánaða fangelsisdóm yfir George Papadopoulos, sem starfaði fyrir forsetaframboð Donalds Trump. 18. ágúst 2018 11:40