Víti að varast Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Uppgangur þröngsýni, sérhagsmuna, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma lætur Ísland og íslenska pólitík og þjóðmálaumræðu ekki ósnortna. Sömu lögmál eiga við hér á landi sem annars staðar. Búið er til ímyndað vandamál, það gert að brýnu úrlausnarefni, óvinur fundinn og síðan bent á einfaldar lausnir sem felast í því að skilja okkur frá þeim, hinum illu öflum sem sækja að frelsi, fullveldi og tilveru okkar. Tilgangurinn er að ná völdum, tilgangurinn er að klekkja á pólitískum andstæðingum, tilgangurinn er að koma hinum réttsýna flokki með sterka leiðtogann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til fullveldis og sjálfstæðis og verjast þannig ágengum ríkjum, þjóðum og fyrirtækjum sem ræna fjöreggi okkar og brjóta. Bretar og Brexit Stjórnmálaástandið í Bretlandi og Brexit-málið eru nærtæk og skýr dæmi um hvernig getur farið þegar popúlistar gera sig gildandi og ekki er tekið á málum með skynsemi og yfirvegun. Sagan geymir allt of mörg dæmi um að frjálslynd öfl hafi sofið á verðinum og hörfað undan ágangi popúlistanna og oftar en ekki með hörmulegum afleiðingum. Breski Íhaldsflokkurinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hraktist undan popúlistum í breska sjálfstæðisflokknum UKIP og skoðanasystkinum þeirra innan eigin raða Íhaldsflokksins. Gamalkunnum brögðum var beitt – óvinurinn var fundinn í Evrópusambandinu og undan því oki yrði Bretland að brjótast hvað sem tautaði og raulaði. Cameron, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, brá á það ráð að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta til þess að freista þess að slá vopnin úr höndum popúlistanna, ekki síst í eigin flokki. Þar misreiknaði hann sig illilega. Þeim tókst með afar ósvífnum hætti, innantómum fullyrðingum og falsi, að knýja fram nauman sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með að draga bresku þjóðina úr Evrópusambandinu. Brexit-ævintýrið er allt með hinum mestu ólíkindum og virðist enginn hvatamaður Brexit hafa hugsað það til enda. Útverðir fullveldisins Popúlistar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenskri þjóðmála- og stjórnmálaumræðu. Löngum hefur verið vinsælt að útmála Evrópusambandið sem helsta óvin íslenskra hagsmuna og þess vegna komi ekki til greina að Ísland verði þar aðili. Nú hafa popúlistarnir fundið sér nýtt skotmark. Það er EES-samningurinn, stærsti og mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Nú þarf Ísland að losna undan oki hans og áhrifum hins illa Evrópusambands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakkanum og innflutningi á fersku kjöti. Öllum ráðum er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsannleika. Undirtónninn er þó kristaltær, óvinurinn sækir að og við verðum að verjast ágangi hans. Það gera bara sjálfskipaðir útverðir og varnarmenn fullveldis og sjálfstæðis, öðrum er ekki treystandi. Feigðarósinn Breskir ráðamenn og almenningur féllu í þá gryfju að hörfa undan popúlistunum og reyna að verjast þeim með því að ljá máls á rökum þeirra og koma til móts við skoðanir þeirra. Það voru hrapalleg mistök. Það hefur leitt Breta í miklar ógöngur sem ekki sér fyrir endann á en flestir virðast vera að átta sig á að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessa Bjarmalandsför. Þegar upp er staðið hefur hún frá upphafi legið að feigðarósi. Af þessu ættum við Íslendingar að læra. Við skulum ekki láta teyma okkur af stað í leiðangur sem endar með því að við hrökklumst út úr EES-samstarfinu okkur til tjóns. Við skulum læra af þeim sem hafa þegar reynt þessa leið með afleiðingum sem enginn sóttist eftir. Sérstaklega ættu ríkisstjórnarflokkarnir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sofandi að sama feigðarósi og Bretar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgangur þröngsýni, sérhagsmuna, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma lætur Ísland og íslenska pólitík og þjóðmálaumræðu ekki ósnortna. Sömu lögmál eiga við hér á landi sem annars staðar. Búið er til ímyndað vandamál, það gert að brýnu úrlausnarefni, óvinur fundinn og síðan bent á einfaldar lausnir sem felast í því að skilja okkur frá þeim, hinum illu öflum sem sækja að frelsi, fullveldi og tilveru okkar. Tilgangurinn er að ná völdum, tilgangurinn er að klekkja á pólitískum andstæðingum, tilgangurinn er að koma hinum réttsýna flokki með sterka leiðtogann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til fullveldis og sjálfstæðis og verjast þannig ágengum ríkjum, þjóðum og fyrirtækjum sem ræna fjöreggi okkar og brjóta. Bretar og Brexit Stjórnmálaástandið í Bretlandi og Brexit-málið eru nærtæk og skýr dæmi um hvernig getur farið þegar popúlistar gera sig gildandi og ekki er tekið á málum með skynsemi og yfirvegun. Sagan geymir allt of mörg dæmi um að frjálslynd öfl hafi sofið á verðinum og hörfað undan ágangi popúlistanna og oftar en ekki með hörmulegum afleiðingum. Breski Íhaldsflokkurinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hraktist undan popúlistum í breska sjálfstæðisflokknum UKIP og skoðanasystkinum þeirra innan eigin raða Íhaldsflokksins. Gamalkunnum brögðum var beitt – óvinurinn var fundinn í Evrópusambandinu og undan því oki yrði Bretland að brjótast hvað sem tautaði og raulaði. Cameron, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, brá á það ráð að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta til þess að freista þess að slá vopnin úr höndum popúlistanna, ekki síst í eigin flokki. Þar misreiknaði hann sig illilega. Þeim tókst með afar ósvífnum hætti, innantómum fullyrðingum og falsi, að knýja fram nauman sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með að draga bresku þjóðina úr Evrópusambandinu. Brexit-ævintýrið er allt með hinum mestu ólíkindum og virðist enginn hvatamaður Brexit hafa hugsað það til enda. Útverðir fullveldisins Popúlistar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenskri þjóðmála- og stjórnmálaumræðu. Löngum hefur verið vinsælt að útmála Evrópusambandið sem helsta óvin íslenskra hagsmuna og þess vegna komi ekki til greina að Ísland verði þar aðili. Nú hafa popúlistarnir fundið sér nýtt skotmark. Það er EES-samningurinn, stærsti og mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Nú þarf Ísland að losna undan oki hans og áhrifum hins illa Evrópusambands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakkanum og innflutningi á fersku kjöti. Öllum ráðum er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsannleika. Undirtónninn er þó kristaltær, óvinurinn sækir að og við verðum að verjast ágangi hans. Það gera bara sjálfskipaðir útverðir og varnarmenn fullveldis og sjálfstæðis, öðrum er ekki treystandi. Feigðarósinn Breskir ráðamenn og almenningur féllu í þá gryfju að hörfa undan popúlistunum og reyna að verjast þeim með því að ljá máls á rökum þeirra og koma til móts við skoðanir þeirra. Það voru hrapalleg mistök. Það hefur leitt Breta í miklar ógöngur sem ekki sér fyrir endann á en flestir virðast vera að átta sig á að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessa Bjarmalandsför. Þegar upp er staðið hefur hún frá upphafi legið að feigðarósi. Af þessu ættum við Íslendingar að læra. Við skulum ekki láta teyma okkur af stað í leiðangur sem endar með því að við hrökklumst út úr EES-samstarfinu okkur til tjóns. Við skulum læra af þeim sem hafa þegar reynt þessa leið með afleiðingum sem enginn sóttist eftir. Sérstaklega ættu ríkisstjórnarflokkarnir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sofandi að sama feigðarósi og Bretar.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun