Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 19:05 Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er talin í tugum milljarða tonna. Öll eldfjöll jarðar losa innan við eitt prósent af því magni á ári. Vísir/Getty Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar.
Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Dónatal í desember Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Fleiri fréttir Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34