Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Kjartan Kjartansson skrifar 27. nóvember 2018 19:05 Losun manna á gróðurhúsalofttegundum er talin í tugum milljarða tonna. Öll eldfjöll jarðar losa innan við eitt prósent af því magni á ári. Vísir/Getty Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar. Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Hagvöxtur í heiminum leiddi til þess að losun á koltvísýringi, helstu gróðurhúsalofttegundinni sem veldur hnattrænni hlýnun, jókst í fyrra í fyrsta skipti í fjögur ár. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að losunin nái ekki hámarki fyrr en í fyrsta lagi árið 2030, áratug síðar en nauðsynlegt er talið til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vonir vöknuðu um að losun manna á gróðurhúsalofttegundum væru að ná hámarki þegar losunartölur frá iðnaði og orkuframleiðslu stóðu svo gott sem í stað þrátt fyrir efnhagslegan vöxt frá 2014 til 2016. Breyting varð hins vegar til þess verra í fyrra þegar losunin jókst um 1,2% frá fyrra ári, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Árleg losun manna á gróðurhúsalofttegundum nemur nú 53,5 milljörðum tonna af koltvísýringsígildum. Miðað við þá losun gæti hnattræn hlýnun numið 3,2°C fyrir lok aldarinnar, langt umfram markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hana við 1,5-2°C. Skýrsla sem Sameinuðu þjóðirnar létu taka saman í aðdraganda næstu loftslagsráðstefnu sem haldin verður í Póllandi í byrjun desember sýnir að munurinn á milli núverandi losunar manna og þeirra sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins hefur aldrei verið meiri.Markmiðin þurfa að vera fimmfalt metnaðarfyllri Í ágripi af skýrslunni ætluðu ráðamönnum kemur fram að núverandi landsmarkmið aðilarríkja Parísarsamkomulagsins dugi ekki til að brúa bilið. Tæknilega sé enn hægt að gera það og koma í veg fyrir að hlýnun verði meiri en 1,5-2°C. Herði ríkin ekki aðgerðir sínar fyrir árið 2030 „verður ekki lengur hægt að forðast að fara yfir 1,5°C markið“. Losunin árið 2030 þarf að vera 55% lægri en hún var í fyrra ætli ríki heims sér að ná Parísarmarkmiðunum. Til þess þurfa landsmarkmið ríkjanna að vera fimmfalt metnaðarfyllri en þau eru nú. Eins og stendur er aðeins útlit fyrir að losun muni hafa náð hámarki sínu í 57 löndum þar sem um 60% losunar á sér stað fyrir árið 2030. Það er sagt víðsfjarri því sem þarf til að koma í veg fyrir meiriháttar hlýnun með afdrifaríkum afleiðingum fyrir samfélög manna og lífríki jarðar. Stór ríki eins og Bandaríkin, Evrópusambandið, Ástralía, Kanada eru sögð í hættu á að ná ekki eigin markmiðum um samdrátt í losun fyrir árið 2030. Höfundar skýrslunnar segja að þau ríki sem virðist ætla að ná markmiðum sínum eða jafnvel gera betur eins og Indland, Rússland og Tyrkland muni aðeins gera það vegna þess hversu metnaðarlítil þau voru til að byrja með. Vaxandi hnattrænni hlýnun fylgir hækkun yfirborðs sjávar á heimsvísu, auknar veðuröfgar eins og verri hitabylgjur, þurrkar og skógareldar en einnig ákafari úrkoma. Svo hraðar loftslagsbreytingar eru taldar ógna lífi og lífsviðurværi milljóna manna um allan heim og ógna líffræðilegum fjölbreytileika jarðarinnar.
Ástralía Kanada Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33 Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Sjá meira
Bandaríkjaforseti tekur ekki mark á eigin vísindamönnum Þegar skýrsla bandarísku alríkisstjórnarinnar var borin undir Trump forseta viðurkenndi hann að hann hefði ekki lesið hana. Engu að síður þrætti hann fyrir innihald hennar. 5. nóvember 2018 09:33
Ofsahlýnun í kortunum ef farið verður að fordæmi stórra ríkja Hnattræn hlýnun af völdum manna gæti numið 5°C fyrir lok aldarinnar er öll ríki heims gera eins líitð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og Rússland, Kína og Kanada. 19. nóvember 2018 13:55
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34