HB Grandi fer yfir kvótaþakið með kaupunum á Ögurvík Kristinn Ingi Jónsson skrifar 28. nóvember 2018 06:30 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda. fréttablaðið/anton brink Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda. Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira
Í kjölfar kaupa HB Granda á Ögurvík, sem Samkeppniseftirlitið samþykkti í síðustu viku, ræður fyrrnefnda félagið yfir 12,4 prósentum af heildarkvótanum, talið í þorskígildum, og er þannig komið yfir leyfilegt hámark sem er 12 prósent. Félagið fer með kaupunum einnig yfir 20 prósenta leyfilega hámarkið í ufsa. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins vegna kaupanna sem birt var á vef eftirlitsins á mánudag. Samkvæmt lögum um stjórn fiskveiða ber Fiskistofu að tilkynna fyrirtækjum ef aflaheimildir í þeirra eigu fara yfir kvótaþakið og er viðkomandi fyrirtækjum þá veittur sex mánaða frestur til þess að koma aflahlutdeild sinni niður fyrir mörkin. Samkeppniseftirlitið lagði eins og áður sagði blessun sína yfir kaup HB Granda á Ögurvík með þeim rökum að samanlögð markaðshlutdeild félaganna væri einungis um 12 prósent. Eftirlitið bendir þó á að það hafi jafnframt til skoðunar hvort kaup Útgerðarfélags Reykjavíkur, áður Brims, á ríflega þriðjungshlut í HB Granda, sem gengið var frá í apríl síðastliðnum, hafi falið í sér tilkynningarskyldan samruna í skilningi samkeppnislaga. Verði það niðurstaðan muni eftirlitið meta þau kaup sérstaklega og þá með hliðsjón af kaupum HB Granda á Ögurvík. „Fyrir liggur að með slíkum samruna, sé um samruna að ræða, mun sameinað félag fara enn frekar yfir leyfileg hámörk í ufsa og heildarhlutfalli sem og einnig í karfa og grálúðu,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð HB Granda á Ögurvík er 12,3 milljarðar króna en seljandi er Útgerðarfélag Reykjavíkur, í eigu Guðmundar Kristjánssonar, sem er jafnframt forstjóri og stærsti eigandi HB Granda.
Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Sjávarútvegur Mest lesið Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Súpan með pappírnum innkölluð Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri Frama Viðskipti innlent Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Sjá meira