Menningarteiti Teits haldið þriðja árið í röð Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. nóvember 2018 07:00 Teitur Magnússon hefur haldið uppi merki menningarinnar í þrjú ár. fréttablaðið/ernir Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira
Árlegt menningarkvöld Teits Magnússonar fer fram á Vínyl við Hverfisgötu nú í kvöld klukkan átta. Teitur heldur þessa veislu sína þriðja árið í röð – vaninn hefur verið að þarna mæti skáld og lesi úr sínum verkum og Teitur bregður ekki út af vananum þetta árið – nema ef skyldi vera að hann sjálfur er í þetta sinn með smá útgáfu sem hann ætlar sér að koma á framfæri. „Ég er búinn að halda þessi menningarkvöld fyrir jól núna síðustu þrjú ár. Það hefur alltaf verið mikil dagskrá en núna vill svo til að ég er sjálfur að gefa út – ég er að fara að frumsýna myndband sem Haukur Valdimar Pálsson gerði fyrir mig. Hann klippti það úr filmum sem pabbi hans átti og hafði verið að taka upp af fjölskyldunni sinni. Fjölskyldan hans Hauks mun fjölmenna þarna og mögulega bregða á leik – þannig að það verður eins konar fjölskylduþema. Svo eru í myndbandinu líka upptökur úr minni æsku og þessu blandað saman. Svo mun ég þeyta skífum og spjalla við þau skáld sem mæta, þannig að þetta verður líka lifandi spjallþáttur. Haukur mun svo líka bregða á leik og vera með eins konar gjörning,“ segir Teitur aðspurður að því hvernig dagskráin í ár líti út. Myndbandið er við lagið Kollgátan af nýjustu plötu Teits, Orna, en hún kom út fyrr á árinu við góðar viðtökur. Uppstilling skálda sem munu mæta til teitisins er ekki alveg á hreinu segir Teitur og því verður það að einhverju leyti að koma á óvart. „Þetta verður allt frekar óvænt – ég er búinn að tala við hóp af skáldum og einhverjir búnir að staðfesta, aðrir jákvæðir og líklegir. Ásdís Halla sem var að gefa út bókina Hornauga er að minnsta kosti að fara að mæta.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Lífið Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Lífið Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Lífið Fleiri fréttir Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Sjá meira