Eldri spár vanmátu áhrif loftslagsbreytinga Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2018 23:34 Ís á heimskautunum hefur bráðnað mun hraðar en vísindamenn gerðu sér í hugarlund fyrir aldarfjórðungi. Vísir/Getty Hnattræn hlýnun af völdum manna hefur átt sér stað hraðar og verið víðtækari og verri en vísindamenn gerðu ráð fyrir á síðasta áratug síðustu aldar. Á meðal þess sem vísindamenn vanmátu voru gróðureldar, þurrkar, úrhellisúrkomur og fellibylir. Afneitarar loftslagsvísinda halda því iðulega fram að vísindamenn séu „hrakspármenn“. Í reynd hafa loftslagsvísindamenn hins vegar í flestum tilfellum verið of varkárir í spám sínum um áhrif loftslagsbreytinga vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í umfjöllun AP-fréttastofunnar kemur fram að hnattræn hlýnun hafi ekki orðið alveg eins mikil og sumar spár gerðu ráð fyrir á byrjun 10. áratugsins. Vísindamenn segja hins vegar að spár þess tíma hafi ekki komist nálægt því að segja fyrir um hversu slæmar afleiðingar loftslagsbreytinganna hafa orðið nú þegar. Fyrir nokkrum áratugum hafi vísindamenn einblínt á hækkandi hitastig og yfirborð sjávar. Þeir hafi aftur á móti ekki séð fyrir hvernig hlýnunin myndi magna upp veðuröfgar og náttúruhamfarir eins og raun hefur borið vitni undanfarin ár. „Ég held að ekkert okkar hafi ímyndað okkur að þetta yrði eins slæmt og það er þegar orðið,“ segir Donald Wuebbles, loftslagsvísindamaður við Illinois-háskóla sem var einn höfunda loftslagsskýrslu Bandaríkjastjórnar sem kom út í síðustu viku.Spárnar dekkjast með betri þekkingu Betri þekking, tækni, athuganir og gögn hafi síðan bætt skilning vísindamanna á mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar. Sá skilningur er að áhrif loftslagsbreytinga verði enn verri í framtíðinni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Líkön hafa til dæmis gert vísindamönnum kleift að tengja áhrif hlýnunar við einstaka veðuratburði eins og þurrka, hitabylgjur og fellibyli sem hafa orðið þúsundum manna að aldurtila. Stóru íshellurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu bráðna einnig mun hraðar en vísindamenn töldu mögulegt á síðustu öld. Hvor um sig hefur tapað milljörðum tonna af ís frá 1992. Vegna þessa hafa vísindamenn þurft að tvöfalda spár sínar um hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld. Undanfarnir 406 mánuðir hafa allir verið hlýrri en meðaltal 20. aldarinnar. Vísindamenn telja að haldi menn óbreyttri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Slík ofsahlýnun hefði gríðarlega áhrif á veðurfar og lífsskilyrði bæði manna og annars lífríkis jarðarinn. Hún gæti jafnframt hrint af stað keðjuverkun náttúrulegra svarana sem mögnuðu upp hlýnunina jafnvel þó að menn hættu að losa gróðurhúsalofttegundir. „Við vitum núna að við gætum í alvörunni orðið vitni að fjöldaútrýmingu sem gæti eytt allt að helmingi dýrategunda á jörðinni,“ segir Jonathan Overpeck, deildarforseti í umhverfisfræði við Michigan-háskóla. Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Hnattræn hlýnun af völdum manna hefur átt sér stað hraðar og verið víðtækari og verri en vísindamenn gerðu ráð fyrir á síðasta áratug síðustu aldar. Á meðal þess sem vísindamenn vanmátu voru gróðureldar, þurrkar, úrhellisúrkomur og fellibylir. Afneitarar loftslagsvísinda halda því iðulega fram að vísindamenn séu „hrakspármenn“. Í reynd hafa loftslagsvísindamenn hins vegar í flestum tilfellum verið of varkárir í spám sínum um áhrif loftslagsbreytinga vegna losunar manna á gróðurhúsalofttegundum. Í umfjöllun AP-fréttastofunnar kemur fram að hnattræn hlýnun hafi ekki orðið alveg eins mikil og sumar spár gerðu ráð fyrir á byrjun 10. áratugsins. Vísindamenn segja hins vegar að spár þess tíma hafi ekki komist nálægt því að segja fyrir um hversu slæmar afleiðingar loftslagsbreytinganna hafa orðið nú þegar. Fyrir nokkrum áratugum hafi vísindamenn einblínt á hækkandi hitastig og yfirborð sjávar. Þeir hafi aftur á móti ekki séð fyrir hvernig hlýnunin myndi magna upp veðuröfgar og náttúruhamfarir eins og raun hefur borið vitni undanfarin ár. „Ég held að ekkert okkar hafi ímyndað okkur að þetta yrði eins slæmt og það er þegar orðið,“ segir Donald Wuebbles, loftslagsvísindamaður við Illinois-háskóla sem var einn höfunda loftslagsskýrslu Bandaríkjastjórnar sem kom út í síðustu viku.Spárnar dekkjast með betri þekkingu Betri þekking, tækni, athuganir og gögn hafi síðan bætt skilning vísindamanna á mögulegum afleiðingum hnattrænnar hlýnunar. Sá skilningur er að áhrif loftslagsbreytinga verði enn verri í framtíðinni en fyrri spár gerðu ráð fyrir. Líkön hafa til dæmis gert vísindamönnum kleift að tengja áhrif hlýnunar við einstaka veðuratburði eins og þurrka, hitabylgjur og fellibyli sem hafa orðið þúsundum manna að aldurtila. Stóru íshellurnar á Grænlandi og Suðurskautslandinu bráðna einnig mun hraðar en vísindamenn töldu mögulegt á síðustu öld. Hvor um sig hefur tapað milljörðum tonna af ís frá 1992. Vegna þessa hafa vísindamenn þurft að tvöfalda spár sínar um hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld. Undanfarnir 406 mánuðir hafa allir verið hlýrri en meðaltal 20. aldarinnar. Vísindamenn telja að haldi menn óbreyttri losun á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi, gæti hnattræn hlýnun náð 3-5°C fyrir lok aldarinnar miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Slík ofsahlýnun hefði gríðarlega áhrif á veðurfar og lífsskilyrði bæði manna og annars lífríkis jarðarinn. Hún gæti jafnframt hrint af stað keðjuverkun náttúrulegra svarana sem mögnuðu upp hlýnunina jafnvel þó að menn hættu að losa gróðurhúsalofttegundir. „Við vitum núna að við gætum í alvörunni orðið vitni að fjöldaútrýmingu sem gæti eytt allt að helmingi dýrategunda á jörðinni,“ segir Jonathan Overpeck, deildarforseti í umhverfisfræði við Michigan-háskóla.
Loftslagsmál Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05 Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34 Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00 2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Losun koltvísýrings jókst aftur eftir stutt hlé Vonir höfðu vaknað um að losun gróðurhúsalofttegunda hefði náð jafnvægi eftir nær óbreytta losun síðustu ár. Ríki heims þurfa að girða sig verulega í brók til að hægt verði að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 27. nóvember 2018 19:05
Skýrsla um loftslagsmál lýsir erfiðleikum í framtíð Bandaríkjamanna Loftslagsbreytingar munu kosta Bandaríkin hundruð milljarða dala og hætta heilsu og lífsgæðum í landinu. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu um loftslagsmál sem unnin var fyrir bandarísk yfirvöld. 24. nóvember 2018 09:34
Telur sig tilheyra hópi bráðgáfaðra sem trúa ekki á loftslagsbreytingar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, trúir ekki mati eigin ríkisstjórnar á því að loftlagsbreytingar ógni heilsu Bandaríkjamanna, innviðum og efnahag. 28. nóvember 2018 10:00
2018 fjórða heitasta árið World Meteorological Organization, sem er stofnun innan Sameinuðu þjóðanna, segir bráðnauðsynlegt að grípa til aðgerða til að sporna gegn hlýnun jarðarinnar. 29. nóvember 2018 12:06