Umhverfisráðherra segir hjól friðlýsingar farin að snúast Sighvatur Arnmundsson skrifar 10. nóvember 2018 09:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson ræddi meðal annars um friðlýsingar á Umhverfisþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg. Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
„Friðlýsingarhjólin eru aftur farin að snúast,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, í ræðu sinni á Umhverfisþingi sem fram fór í gær. Meginumfjöllunarefni þingsins var náttúruvernd og var sjónum sérstaklega beint að friðlýstum svæðum og þjóðgarði á miðhálendinu. Guðmundur Ingi fór yfir það hvernig átak í friðlýsingum sem hann kynnti í ríkisstjórn síðastliðið sumar gengi. „Nú þegar hafa friðlýsingarskilmálar fyrir fimm svæði í verndarflokki rammaáætlunar verið sendir út til kynningar og ekki er langt að bíða þess að fleiri bætist í hópinn. Hægt ætti að vera að ljúka þessum friðlýsingum fyrir mitt næsta ár.“ Þá sé til skoðunar að friðlýsa svæði sem eru viðkvæm fyrir ágangi ferðamanna. Þar nefndi ráðherra sérstaklega Reykjadal í Ölfusi og Gjána í Þjórsárdal. Hann velti einnig upp þeirri spurningu hvort friðlýsingar drægju ekki bara fleiri ferðamenn á viðkvæm svæði. Rannsóknir sýni að fólk hafi áhyggjur af því að ferðaþjónustu fylgi of mikið álag á náttúruna. „Það liggur því fyrir að nauðsynlegt er að búa til skýra umgjörð svo að tækifærin sem fólk sér í ferðamönnum glatist ekki og að áhyggjum fólks vegna ágangs sé mætt og þær raungerist ekki,“ sagði Guðmundur. Á þinginu voru einnig kynntar niðurstöður rannsóknar sem unnin var af Hagfræðistofnun Háskóla Íslands á efnahagslegum áhrifum á tólf friðlýst svæði á Íslandi og nærumhverfi þeirra. Er þetta fyrsta rannsóknin sem gerð hefur verið á þessu hérlendis. Á síðasta ári var beinn efnahagslegur ávinningur fyrir þessi svæði og nærsamfélög 10 milljarðar króna en ávinningur fyrir þjóðarbúið í heild var 33,5 milljarðar. Um 45 prósent af eyðslu ferðamanna voru inni á friðlýstum svæðum eða í næsta nágrenni. Þetta skapaði um 1.800 störf á umræddum stöðum en stöðugildin voru um 1.500 talsins. Einnig kemur fram í niðurstöðum rannsóknarinnar að fyrir hverja krónu sem ríkið leggi til friðlýstra svæða skili 23 krónur sér til baka. Þá skiluðu svæðin sem rannsóknin náði til áttföldum tekjuskatti miðað við rekstrarkostnað. Þá voru kynntar niðurstöður spurningakönnunar sem unnin var af Félagsvísindastofnun um viðhorf til stofnunar þjóðgarðs á miðhálendinu. Um 63 prósent aðspurðra sögðust fylgjandi stofnun slíks þjóðgarðs en um tíu prósent voru því andvíg.
Umhverfis jörðina á 80 dögum Umhverfismál Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent