100 ár frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. nóvember 2018 08:55 Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 1918 er Þjóðverjar og Bandamenn skrifuðu undir vopnahléssamning.Athafnir til þess að minnast loka styrjaldarinnar hófust í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en fjölmargir hermenn frá þessum ríkjum tóku þátt í styrjöldinni. Þá var loka styrjaldarinnar einnig minnst í Indlandi en 74 þúsund indverskir hermenn létust í stríðinu. Síðar dag munu 70 þjóðarleiðtogar, þar á meðal Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Pútín Rússlandforseti, Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Angela Merkel Þýskalandskanslari, minnast loka styrjaldarinnar í París í Frakklandi en athöfnin verður haldinn við Sigurbogann. Stríðið, sem kallað var Stríðið sem átti að binda endi á öll stríð, stóð yfir frá árinu 1914 til 1918. Það hófst í Evrópu á milli Miðveldanna svokölluðu, Þýskalands og Austurríki-Ungverjalands, og Bandamanna, Frakka, Breta og Rússa. Stríðið breiddist svo út um heimsbyggðina en alls er talið að 16 milljónir, þar af níu milljón hermenn og sjö milljónir almennra borgara, hafi látist í stríðinu. Ítarlega má fræðast um stríðið á vef BBC. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast stríðsloka. Á meðal þess er ný heimildarmynd eftir Peter Jackson, leikstjóra Lord of the Rings kvikmyndanna. Eyddi hann talsverðum tíma í að taka myndir frá stríðinu og koma þeim í nútímalegan búning með nýjustu tækni. Útkoman er nokkuð mögnuð, eins og sjá má hér að neðan. Asía Austurríki Ástralía Bandaríkin Bretland Evrópa Frakkland Rússland Tengdar fréttir Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Víða um heim er þess minnst í dag að 100 ár eru frá lokum fyrri heimsstyrjaldarinnar sem lauk formlega þann 11. nóvember árið 1918 er Þjóðverjar og Bandamenn skrifuðu undir vopnahléssamning.Athafnir til þess að minnast loka styrjaldarinnar hófust í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en fjölmargir hermenn frá þessum ríkjum tóku þátt í styrjöldinni. Þá var loka styrjaldarinnar einnig minnst í Indlandi en 74 þúsund indverskir hermenn létust í stríðinu. Síðar dag munu 70 þjóðarleiðtogar, þar á meðal Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, Vladimir Pútín Rússlandforseti, Emmanuel Macron, forseti Frakklands og Angela Merkel Þýskalandskanslari, minnast loka styrjaldarinnar í París í Frakklandi en athöfnin verður haldinn við Sigurbogann. Stríðið, sem kallað var Stríðið sem átti að binda endi á öll stríð, stóð yfir frá árinu 1914 til 1918. Það hófst í Evrópu á milli Miðveldanna svokölluðu, Þýskalands og Austurríki-Ungverjalands, og Bandamanna, Frakka, Breta og Rússa. Stríðið breiddist svo út um heimsbyggðina en alls er talið að 16 milljónir, þar af níu milljón hermenn og sjö milljónir almennra borgara, hafi látist í stríðinu. Ítarlega má fræðast um stríðið á vef BBC. Ýmislegt hefur verið gert til að minnast stríðsloka. Á meðal þess er ný heimildarmynd eftir Peter Jackson, leikstjóra Lord of the Rings kvikmyndanna. Eyddi hann talsverðum tíma í að taka myndir frá stríðinu og koma þeim í nútímalegan búning með nýjustu tækni. Útkoman er nokkuð mögnuð, eins og sjá má hér að neðan.
Asía Austurríki Ástralía Bandaríkin Bretland Evrópa Frakkland Rússland Tengdar fréttir Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16 Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Mætti ekki til minningarathafnar vegna rigningar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, mætti ekki til minningarathafnar um þá bandaríkjamenn sem létust í fyrri heimsstyrjöldinni. Hvíta húsið segir veðrinu um að kenna. 10. nóvember 2018 20:16