ÍBV vann öruggan ellefu marka sigur á nýliðum HK í Olísdeild kvenna í dag.
Það var jafnt með liðunum framan af í leiknum. Í stöðunni 3-4 setti ÍBV fjögur mörk í röð og var komið í fimm marka forystu. Eftir það var ekki aftur snúið.
Staðan var 7-14 í hálfleik og heimakonur sáu aldrei til sólar í seinni hálfleik. Lokatölur urðu 20-31 fyrir ÍBV.
Ester Óskarsdóttir og Karólína Bæhrenz skoruðu sex mörk hvor fyrir ÍBV og Ásta Björg Júlíusdóttir gerði fimm. Þá átti Guðný Jenný Ásmundsdóttir stórleik í marki ÍBV með 40 prósenta markvörslu.
Hjá HK var Berglind Þorsteinsdóttir atkvæðamest með sex mörk.
Ellefu marka sigur ÍBV
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti

Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti


Lést á leiðinni á æfingu
Sport


Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík
Íslenski boltinn



Fleiri fréttir
