Segir lögreglu hafa farið offari í meðferð á sykursjúkum dreng Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á. Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á.
Lögreglumál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira