Segir lögreglu hafa farið offari í meðferð á sykursjúkum dreng Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 20:00 Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á. Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Sautján ára drengur var vistaður í fangaklefa lögreglu á Hverfisgötu eftir að starfsmaður á skólaballi kom að honum sprauta sig með insúlíni inni á baðherbergi. Amma drengsins telur handtökuna ólöglega og lögreglustjóra þurfa að laga verklag innan embættisins. Lögreglan þurfi að kunna að greina á milli sykursjúklings eða sprautufíkils. Atvikið átti sér stað á skólaballi fyrir tæpu ári og í aðsendri grein á Stundinni rekur Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins, málið. Hún telur drenginn hafa verið beittan harðræði að ástæðulausu. Eftir að starfsmaðurinn kom að honum var hann færður í svokallað „dauðaherbergi“ og haldið þar nauðugum, þegar hann brást illa við því var lögregla kölluð til. Drengurinn færður í járn og vistaður í fangaklefa. „Þegar þeir hringja í mig, tveimur klukkustundum eftir að hann er handtekinn, segja þeir að ekkert sé að honum en hann sé örugglega undir áhrifum efna. Ég sagði þá strax frá því að hann væri með sykursýki eitt og kalla þyrfti á sjúkrabíl eða lækni til að athuga með ástand hans,“ segir amma hans. Hún segir aðferðina við handtökuna hafa verið afskaplega niðurlægjandi fyrir unglings dreng að upplifa og þá sérstaklega að vera dreginn út fyrir framan alla skólafélaga sína. Drengurinn hafi átt erfitt uppdráttar eftir atvikið, en nú ári seinna að ná að koma undir sig fótum og jafna sig. Bergljót Davíðsdóttir, amma drengsins.Vísir„Af hverju þurfti að draga hann á einu handjárni eftir göngum lögreglunnar. Ég sá það á myndbandi lögreglunnar. Hann var í sykurrofi, sem veldur því að þegar hann fellur langt niður þá hættir heilinn að virka eðlilega. Þangað til að hann fær sykur,“ segir hún. Daginn eftir fór hún með drenginn til læknis til að láta skoða áverka á líkama hans og óskaði eftir þvag- og blóðsýni. Þau sýni leiddu í ljós að hann var hreinn af öllum efnum. Forráðamenn drengsins kærðu meðferðina til héraðssakóknara. Þar var málið látið niður falla þar sem ekki var hægt að tengja meðferðina við einstaka lögreglumenn, að sögn Bergljótar. Hún segir að taka þurfi á verklagsreglum lögreglustjóra. Ábyrgðin liggi þar. „Lögreglustjóri ber ábyrgð á þeim reglum sem hann setur og að þær séu í samræmi við lög og bara siðferði og hvernig komið er fram við ung börn. Hann er undir lögaldri. Hann er lokaður inni í fangageymslu og fékk ekki einu sinni að pissa,“ segir hún og segir málið hafa tekið mikið á.
Lögreglumál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira