Olíuverð hækkar á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 14:45 Bílstjóri fyllir á tankinn í Teheran. Þvinganir Bandaríkjamanna gegn Íran hafa ekki haft jafn mikil áhrif á olíuverð eins og spár höfðu gert ráð fyrir. Getty/Anadolu Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna. Hækkunina má rekja beint til ummæla orkumálaráðherra Sádí-Arabíu þess efnis að stærstu olíuframleiðendur heims hefðu sæst á að draga verulega úr olíuframleiðslu á næsta ári. Ráðherrann, Khalid al-Falih, sagði í samtali við fréttamenn að loknum fundi OPEC-ríkjanna um helgina að líklega þyrfti að minnka framleiðsluna um næstum milljón tunnur á dag. Olíuverð hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í lok september. Þá kostaði tunnan rúmlega 80 dali en hefur síðan fallið niður fyrir 70. Ummæli orkumálaráðherrans urðu til þess að snúa við þessari þróun. Olíutunnan er nú föl á rúman 71 bandaríkjadal og allt virðist stefna í að verðhækkunin verði sú mesta í rúman mánuð.Sjá einnig: Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér OPEC-ríkin féllust á það í sumar að auka framleiðslu sína um rúmlega milljón tunnur með það fyrir augum að slá á fyrirséða verðhækkun. Í upphafi síðasta mánaðar voru uppi háværar vangaveltur um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á Íran og óttuðust greinendur að olíutunnan kynni að að rjúfa 100 dala múrinn.Khalid al-Falih á fundi Opec í sumar, þegar tekin var ákvörðun um að auka olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag.Getty/AndalouÞað gerðist þó ekki heldur tók olíuverð að lækka - og það nokkuð skarpt. Vísir greindi þannig frá því fyrir helgi að hækkunin hafi numið næstum 17 prósentum á örfáum vikum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að þessa lækkun megi rekja til nokkurra þátta; ekki síst undanþága sem Bandaríkjamenn hafa veitt 8 ríkjum þannig að þau geti áfram keypt olíu af Íran, mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum og spám sem gera ráð fyrir hægari vexti eftirspurnar en áður var talið. Orkumálaráðherra Sádí-Arabíu minntist einmitt á þessar undanþágur Bandaríkjanna í máli sínu í gær. „Viðskiptaþvinganirnar höfðu ekki jafn mikil áhrif á markaðinn og spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Falih. „Við munum þurfa að minnka framleiðsluna um næstum 1 milljón tunna sé miðað við framleiðsluna í október. Það er samhljómur um að það verði að gera allt til þess að ná jafnvægi á markaðnum.“ Greinendur útiloka ekki að lækkunarhrinan kunni að vera búin og að væntanlegar aðgerðir OPEC-ríkjanna komi til með að slá á frekari sveiflur á næstunni. Rétt er þó að taka fram að engin formleg ákvörðun um breytingar á olíuframleiðslu hafa verið teknar. Það verður líklega ekki gert fyrr en á næsta fundi OPEC-ríkjanna, sem fram fer í Vínarborg þann 6. desember næstkomandi. Bensín og olía Efnahagsmál Íran Samgöngur Tengdar fréttir Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Olíuverð hefur hækkað í dag og er nú komið aftur yfir 70 dali á tunnuna. Hækkunina má rekja beint til ummæla orkumálaráðherra Sádí-Arabíu þess efnis að stærstu olíuframleiðendur heims hefðu sæst á að draga verulega úr olíuframleiðslu á næsta ári. Ráðherrann, Khalid al-Falih, sagði í samtali við fréttamenn að loknum fundi OPEC-ríkjanna um helgina að líklega þyrfti að minnka framleiðsluna um næstum milljón tunnur á dag. Olíuverð hefur lækkað mikið síðustu vikur eftir að hafa náð fjögurra ára hámarki í lok september. Þá kostaði tunnan rúmlega 80 dali en hefur síðan fallið niður fyrir 70. Ummæli orkumálaráðherrans urðu til þess að snúa við þessari þróun. Olíutunnan er nú föl á rúman 71 bandaríkjadal og allt virðist stefna í að verðhækkunin verði sú mesta í rúman mánuð.Sjá einnig: Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér OPEC-ríkin féllust á það í sumar að auka framleiðslu sína um rúmlega milljón tunnur með það fyrir augum að slá á fyrirséða verðhækkun. Í upphafi síðasta mánaðar voru uppi háværar vangaveltur um áhrif viðskiptaþvingana Bandaríkjanna á Íran og óttuðust greinendur að olíutunnan kynni að að rjúfa 100 dala múrinn.Khalid al-Falih á fundi Opec í sumar, þegar tekin var ákvörðun um að auka olíuframleiðslu um milljón tunnur á dag.Getty/AndalouÞað gerðist þó ekki heldur tók olíuverð að lækka - og það nokkuð skarpt. Vísir greindi þannig frá því fyrir helgi að hækkunin hafi numið næstum 17 prósentum á örfáum vikum. Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að þessa lækkun megi rekja til nokkurra þátta; ekki síst undanþága sem Bandaríkjamenn hafa veitt 8 ríkjum þannig að þau geti áfram keypt olíu af Íran, mikilli framleiðslu í Bandaríkjunum og spám sem gera ráð fyrir hægari vexti eftirspurnar en áður var talið. Orkumálaráðherra Sádí-Arabíu minntist einmitt á þessar undanþágur Bandaríkjanna í máli sínu í gær. „Viðskiptaþvinganirnar höfðu ekki jafn mikil áhrif á markaðinn og spár gerðu ráð fyrir,“ sagði Falih. „Við munum þurfa að minnka framleiðsluna um næstum 1 milljón tunna sé miðað við framleiðsluna í október. Það er samhljómur um að það verði að gera allt til þess að ná jafnvægi á markaðnum.“ Greinendur útiloka ekki að lækkunarhrinan kunni að vera búin og að væntanlegar aðgerðir OPEC-ríkjanna komi til með að slá á frekari sveiflur á næstunni. Rétt er þó að taka fram að engin formleg ákvörðun um breytingar á olíuframleiðslu hafa verið teknar. Það verður líklega ekki gert fyrr en á næsta fundi OPEC-ríkjanna, sem fram fer í Vínarborg þann 6. desember næstkomandi.
Bensín og olía Efnahagsmál Íran Samgöngur Tengdar fréttir Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Sjá meira
Skörp lækkun á olíuverði ekki skilað sér Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hríðfallið á nokkrum vikum, en engin merki sjást enn um það hér á landi. FÍB telur hinsvegar að þetta veiti olíufélögunum hér heima ótvírætt svigrúm til verðlækkana. 9. nóvember 2018 14:31