Camp-eldurinn hefur valdið gríðarlegri eyðileggingu en yfir sjö þúsund byggingar hafa orðið eldinum að bráð. Þá hefur bærinn Paradise brunnið til grunna og um 50 þúsund manns hafa neyðst til að flýja heimili sín þar sem eldurinn geisar. Þá logar Woolsey-eldurinn enn í grennd við Los Angeles og hafa tveir týnt lífi vegna hans. 57 þúsund mannvirki eru sögð í hættu vegna eldsvoðans.
Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því seint í gærkvöldi að hann hefði samþykkt að lýsa yfir neyðarástandi vegna hamfara í Kaliforníu. Ríkisstjóri Kaliforníu, Jerry Brown, lagði fram opinbera beiðni þess efnis en yfirlýsing neyðarástands tryggir frekari aðstoð frá alríkinu vegna eldanna.
„[Ég] Vildi bregðast hratt við til að lina þær ótrúlegu þjáningar sem eru í gangi. Ég er með ykkur alla leið,“ skrifaði Trump.
I just approved an expedited request for a Major Disaster Declaration for the State of California. Wanted to respond quickly in order to alleviate some of the incredible suffering going on. I am with you all the way. God Bless all of the victims and families affected.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 13, 2018