Fær enn morðhótanir eftir að hún sakaði hæstaréttardómaraefni um kynferðisofbeldi Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2018 15:20 Christine Blasey Ford sór eið um sannsögli þegar hún kom fyrir þingnefnd í september. Getty/Win McNamee Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Lífverðir þurfa enn að gæta öryggis Christine Blasey Ford, konunnar sem sakaði hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta um kynferðisofbeldi nú þegar meira en mánuður er liðinn frá því að hún bar vitni fyrir þingnefnd. Hún hefur heldur ekki getað snúið aftur til vinnu og fær enn morðhótanir. Blasey Ford sakaði Brett Kavanaugh, sem Trump tilnefndi til hæstarréttar, um að hafa reynt að nauðga sér í teiti á námsárum þeirra í Maryland. Stuðningsmenn Kavanaugh, þar á meðal Trump forseti, héldu því fram að ásakanir Blasey Ford og fleiri kvenna væru að „rústa“ lífi Kavanaugh. Kavanaugh var skipaður hæstaréttardómari í síðasta mánuði og tók sæti 9. október. Hæstaréttardómarar eru skipaðir til lífstíðar. Á meðan fær Blasey Ford hins vegar hótanir. Lögmaður hennar sagði í yfirlýsingu til NPR í síðustu viku að hún hafi þurft að flytja fjórum sinnum vegna þeirra. Hún hafi ekki getað snúið aftur til vinnu sem prófessor við Palo Alto-háskólann í Kaliforníu og óljóst sé hvenær hún geti það. Öryggisverðir gæti hennar. Þegar Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings lýsti hún því hvernig hún hefði verið áreitt linnulaust og fengið morðhótanir eftir að hún steig fram. „Fólk hefur birt persónulegar upplýsingar um mig á netinu. Þetta hefur leitt til frekari tölvupósta, símhringinga og hótana. Við fjölskyldan neyddumst til að flytja út af heimilinu. Við fjölskyldan höfum búið að nokkrum ólíkum öruggum stöðum með vörðum,“ sagði hún þá.Kavanaugh (t.h.) var kampakátur við athöfn sem var haldin honum til heiðurs í Hæstarétti Bandaríkjanna 8. nóvember. Hann tók sæti Anthony Kennedy (t.v.) sem hætti störfum á þessu ári.Vísir/AP
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13 Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09 Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Trump segist handviss um að sálfræðiprófessorinn hafi farið mannavillt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera hundrað prósent viss um að Dr. Christine Blasey Ford hafi haft Brett Kavanaugh fyrir rangri sök þegar hún sakaði hann um kynferðisofbeldi í yfirheyrslum vegna tilnefningar hans til embættis dómara Hæstaréttar. 6. október 2018 23:13
Trump hæddist að vitnisburði Blasey Ford Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina í síðustu viku og bar þar vitni vegna ásakana sem hún hefur sett fram á hendur Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í Hæstarétt Bandaríkjanna. 3. október 2018 08:09
Skipan Bretts Kavanaugh staðfest Tilnefning Kavanaugh hefur verið afar umdeild og stigu fram þrjár konur sem sökuðu hann um kynferðislegt misferli, þar á meðal sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford sem gaf vitnisburð sinn fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings fyrir rúmri viku. 6. október 2018 20:07