Þarf það? Bjarni Karlsson skrifar 14. nóvember 2018 08:00 Þegar kom að mér í Bónusröðinni um daginn horfði kassastelpan á þennan miðaldra karl og spurði einbeitt: „Þarftu poka?“ Í stað þess að spyrja hvað ég vildi eða langaði spurði hún hvað ég þyrfti. Þetta er nýi tíminn. Við erum að uppgötva að við erum ábyrgir þátttakendur í risastóru vistkerfi þar sem allt er öðru háð. Maður hanterar steikina á föstudagskvöldi, finnur til skyldleikans og telur í huganum kolefnissporin sem þurft hefur að taka til að koma þessari veru á legg svo unnt væri að slátra henni og leggja hana hér upp á eldhúsbekkinn til að krydda vöðvann fyrir matreiðslu. Þarf ég kjöt? Þarf ég poka? Þarf ég að fljúga til útlanda? Þarf ég að aka bíl í vinnuna? Þarf ég blómstrandi vöruúrval á meðan líffræðilegur fjölbreytileiki jarðar fölnar? Á sama tíma og stórveldin huga að auknum vörnum og þjóðernishyggja vex fer vitundin um markleysi landamæra og fegurð fjölbreytileikans sem ferskur blær um höf og lönd. Mannsandinn skynjar að hann er eitt með öllu sem lifir. Maðurinn er ekki herra jarðar heldur þjónn. Jörðin er ekki hráefni heldur lifandi líkami sem við erum hluti af, og fleiri og fleiri jarðarbúar eru með verkjum vitandi af bráðnun jökla, súrnun sjávar og útdauða tegunda. Núna liggur sárt og flókið málefni fyrir Alþingi sem ég hef ekki svar við en grunar að gagnlegt sé að skoða í þessu ljósi; Lagafrumvarp um meðgöngurof. Annars vegar þarf að tryggja að löggjöfin viðhaldi ekki forræðishyggju gagnvart barnshafandi konum. Hins vegar verðum við að viðurkenna að fóstur í móðurkviði á sér stærra samhengi en líkama móðurinnar og að við tilheyrum samfélagi sem bindur enda á sjöttu hverja þungun. Þarf það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Mest lesið Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Þegar kom að mér í Bónusröðinni um daginn horfði kassastelpan á þennan miðaldra karl og spurði einbeitt: „Þarftu poka?“ Í stað þess að spyrja hvað ég vildi eða langaði spurði hún hvað ég þyrfti. Þetta er nýi tíminn. Við erum að uppgötva að við erum ábyrgir þátttakendur í risastóru vistkerfi þar sem allt er öðru háð. Maður hanterar steikina á föstudagskvöldi, finnur til skyldleikans og telur í huganum kolefnissporin sem þurft hefur að taka til að koma þessari veru á legg svo unnt væri að slátra henni og leggja hana hér upp á eldhúsbekkinn til að krydda vöðvann fyrir matreiðslu. Þarf ég kjöt? Þarf ég poka? Þarf ég að fljúga til útlanda? Þarf ég að aka bíl í vinnuna? Þarf ég blómstrandi vöruúrval á meðan líffræðilegur fjölbreytileiki jarðar fölnar? Á sama tíma og stórveldin huga að auknum vörnum og þjóðernishyggja vex fer vitundin um markleysi landamæra og fegurð fjölbreytileikans sem ferskur blær um höf og lönd. Mannsandinn skynjar að hann er eitt með öllu sem lifir. Maðurinn er ekki herra jarðar heldur þjónn. Jörðin er ekki hráefni heldur lifandi líkami sem við erum hluti af, og fleiri og fleiri jarðarbúar eru með verkjum vitandi af bráðnun jökla, súrnun sjávar og útdauða tegunda. Núna liggur sárt og flókið málefni fyrir Alþingi sem ég hef ekki svar við en grunar að gagnlegt sé að skoða í þessu ljósi; Lagafrumvarp um meðgöngurof. Annars vegar þarf að tryggja að löggjöfin viðhaldi ekki forræðishyggju gagnvart barnshafandi konum. Hins vegar verðum við að viðurkenna að fóstur í móðurkviði á sér stærra samhengi en líkama móðurinnar og að við tilheyrum samfélagi sem bindur enda á sjöttu hverja þungun. Þarf það?