Leit að látnum gæti tekið vikur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís. Getty/Justin Sullivan Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22