Fengu uppsagnarbréf á meðan þeir voru á sjó Sveinn Arnarsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 HB Grandi. Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Uppsagnarbréf sjómanna á Helgu Maríu AK, skipi HB Granda, bárust sjómönnum með ábyrgðarpósti þann 8. nóvember síðastliðinn, meðan þeir voru að veiðum. Áður hafði framkvæmdastjóri fyrirtækisins þverneitað að tekin hefði verið nokkur ákvörðun um að segja upp sjómönnum á skipinu. „Það er rétt. Ég get staðfest að þeir skipverjar sem hafa þrjá mánuði í uppsagnarfrest eða lengri hafa fengið uppsagnarbréf frá okkur. Við munum svo á næstu mánuðum meta stöðu skipsins og endurskoða reksturinn á skipinu,“ segir Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um framtíð skipsins en allar hugmyndir uppi á borðinu hvað það varðar.“ Skipið hélt til veiða í lok október en áður var haldinn starfsmannafundur um borð þar sem skipverjum var tjáð að fram undan yrðu mögulegar uppsagnir og breytingar á útgerð skipsins. HB Grandi hefur á síðustu vikum hagrætt nokkuð í rekstri sínum með uppsögnum á starfsfólki, bæði á Akranesi og á Norðausturlandi, en fyrirtækið er umsvifamikið á Vopnafirði. Ekki er svo langt síðan fyrirtækið ákvað að flytja alla landvinnslu sína frá Akranesi til Reykjavíkur. „Þetta er ekki gott, enn eitt höggið fyrir okkur á Akranesi en Helga María er sannarlega skráð hjá okkur. Það er alveg ljóst að fyrirtækið leitar nú gríðarlegrar hagræðingar sem birtist í uppsögnum þeirra sem búa til verðmætin. Það er aldrei gott þegar fólk missir vinnuna,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness. „Maður veltir því fyrir sér hver ábyrgð lífeyrissjóðanna okkar sé sem eiga um helming í fyrirtækinu eins og staðan er núna,“ bætir Vilhjálmur við. HB Grandi hefur á síðustu misserum tekið í notkun þrjú ný og mjög afkastamikil ísfiskskip. Helga María er eitt elsta skipið í flota fyrirtækisins sem nú leitar allra leiða til að hagræða í rekstrinum. Ekki er á þessu stigi vitað hvort skipverjar á Helgu Maríu fái pláss á öðrum skipum fyrirtækisins verði þeirra skipi lagt og það selt.vísir/eyþór
Akranes Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23 Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08 Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00 Mest lesið Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Hópuppsagnir hjá HB Granda Ellefu starfsmönnum frystihúss HB Granda á Vopnafirði var sagt upp störfum í dag. 30. október 2018 15:23
Hluthafar HB Granda samþykktu kaupin á Ögurvík Framhaldshluthafafundur HB Granda var haldinn í dag þar sem atkvæði voru greidd um tillögu stjórnar um kaupin. 2. nóvember 2018 20:08
Framkvæmdastjóri HB Granda neitar að áhöfn togara hafi verið sagt upp Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 2. nóvember 2018 08:00