Þjóðleikhússtjóri verði sem einvaldur með nýjum lögum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. nóvember 2018 06:00 Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Fréttablaðið/GVA „Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“ Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
„Það sem er verið að gera í þessum drögum er að laga leiklistarlög að lögum um opinbera starfsmenn og gera þjóðleikhússtjóra að einvöldum stjórnanda í leikhúsinu,“ segir Páll Baldvin Baldvinsson, formaður Félags leikstjóra á Íslandi, um drög mennta- og menningarmálaráðherra að lögum um sviðslistir. Félagar í Sviðslistasambandi Íslands höfnuðu frumvarpsdrögunum með ályktun sem birt var í samráðsgátt stjórnvalda í gærkvöldi. Páll segir þjóðleikhúsráð gert nánast valdalaust í frumvarpsdrögunum. Birna Hafstein, forseti Sviðslistasambandsins, tekur undir það. „Í þessum drögum er einhver stórkostleg afturhaldshugsun um tíranníska uppbyggingu í Þjóðleikhúsinu.“ Það eigi að taka alla ábyrgð af þjóðleikhúsráði, engin krafa sé gerð um stöðu framkvæmdastjóra í húsinu heldur á þetta að verða einvaldsstofnun með einvalda þjóðleikhússtjóra. „Leikhús er fyrst og fremst samvinna og það endurspeglast alls ekki í þessum lögum,“ segir hún. Birna gagnrýnir einnig að ekkert sé minnst á þríhliðasamninga við leikhúsin á landsbyggðinni en í gildandi lögum sé heimild til slíkra samninga sem skipti miklu máli fyrir landsbyggðina. Þá sé gert ráð fyrir sviðslistaráði sem eigi bæði að deila út fé til sjálfstætt starfandi listafólks og vera ráðherra til ráðgjafar. „Við höfum alltaf sagt að þetta megi ekki fara saman, það eru ekki góðir stjórnarhættir.“Ari Matthíasson er Þjóðleikhússtjóri.Fréttablaðið/Anton BrinkAð lokum segir Birna að sviðslistafólk hafi lengi beðið eftir kynningarmiðstöð sviðslistanna eins og komið hafi verið á fót fyrir aðrar listgreinar. Um árabil hafi verið gefin fyrirheit um að kveðið verði á um hana í nýjum lögum en hvergi sé minnst á hana í frumvarpsdrögunum. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri og Ragnheiður Skúladóttir, framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins, gagnrýna drögin einnig og sérstaklega að ekkert samráð hafi verið haft við listageirann en því hafi verið öðruvísi farið þegar fyrst var gerð atrenna að lagasetningu um sviðslistir, í tíð Katrínar Jakobsdóttur. „Íslenska óperan hefur verið flaggskip óperuflutnings í landinu í 40 ár og því finnst okkur skjóta skökku við að staða hennar sé ekki styrkt í þessu frumvarpi í samræmi við gildi stofnunarinnar bæði í listrænu samhengi og fyrir þjóðina,“ segir Steinunn. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að ráðuneytið hafi sannarlega haft samráð, til dæmis með stórum samráðsfundi sem haldinn var 17. janúar. Fundi sem Páll Baldvin, Birna Hafstein og Steinunn Birna sátu. „Þetta samráð hefur farið fram,“ segir Lilja. „En ég hvet auðvitað sviðslistafólk til að nýta sér samráðsgáttina, hún er til þess gerð að fá viðbrögð og til að bæta lagasetningu á Íslandi.“
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig til hlés Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Sjá meira
Gefa frumvarpi Lilju falleinkunn Sviðlistafólk ályktar gegn drögum að frumvarpi að sviðslistalögum. Þjóðleikhússtjóri sá eini sem ekki ritar nafn sitt við ályktunina. Menntamálaráðherra hafnar fullyrðingum um að samráð hafi ekki verið haft. 14. nóvember 2018 06:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent