Fundu nýlegan og risavaxinn loftsteinagíg undir Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 15. nóvember 2018 16:38 Ísinn yfir gígnum er allt að kílómetra þykkur. Hann ber þess merki að eitthvað hafi raskað flæði hans verulega á pleistósentímabilinu. NASA/Cindy Starr Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira
Danskir vísindamenn hafa fundið yngsta þekkta loftsteinagíginn á jörðinni undir kílómetra þykkum ís á Grænlandi. Loftsteinagígurinn er sá fyrsti sem finnst undir jökli. Hann er svo nýlegur á jarðfræðilegan mælikvarða að hann gæti hafa myndast á síðustu ísöld. Gígurinn fannst undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands. Hann er um þrjú hundruð metra djúpur og 31 kílómetri að þvermáli, töluvert stærri að flatarmáli en stórborgin París. Líklegt er talið að þetta sé yngsti loftsteinagígur sem fundist hefur á jörðinni en hann er á meðal þeirra 25 stærstu sem þekktir eru. Það voru vísindamenn við Náttúruminjasafnið í Kaupmannahöfn sem komust fyrst á slóð gígsins árið 2015. Þeir komu auga á stóra hringlaga dæld undir jöklinum þegar þeir fóru yfir kort bandarísku geimsvísindastofnunarinnar af Grænlandi. Mynduðu þeir tilgátu um að loftsteinn hefði myndað dældina, ekki síst í ljósi þess að stórt brot úr loftsteini sem hafði fundist nærri jöklinum var til sýnis við safnið. Í kjölfarið flaug þýsk rannsóknarflugvél yfir Híavatajökulinn með öflugum radar sem kortlagði berggrunninn undir honum og þykkt, uppbyggingu og aldur íssins árið 2016. Í ljós kom að elsti ísinn var tiltölulega ungur á grænlenskan mælikvarða og bar merki þess að hafa orðið fyrir verulegu raski, jafnvel undir lok síðustu ísaldar. Í vettvangsferðum vísindamanna að jöklinum árið 2016 og 2017 fannst bergtegundin kvarts í framburði ár sem rennur undan jöklinum. Steindirnar báru vitni um gríðarlegan árekstur í fyrndinni.Brún Híavatajökulsins er hálfhringlaga þar sem ísinn flæðir fram yfir brún gígsins.NASA/John SonntagÍsinn hefði gufað upp samstundist og haft mikil áhrif á líf og loftslag Myndin sem vísindamennirnir hafa púslað saman úr vísbendingunum er að loftsteinn, allt að kílómetra breiður, hafi skollið á jöklinum. Vísindamennirnir geta þó ekki fullyrt með vissu hvenær áreksturinn átti sér stað nákvæmlega. Líklegast lenti loftsteinninn á Grænlandi á síðasta ísaldartímabili, pleistósentímabilinu, fyrir innan við þremur milljónum ára. Mögulega átti áreksturinn sér þó stað á síðustu ísöld fyrir aðeins 12.000 til 115.000 árum. Þá er einnig talið mögulegt að lofsteinninn hafi skollið á Grænlandi þegar það var þakið ís. Ísinn þar sem loftsteinninn skall niður hefði gufað samstundis upp og vatnið endað úti í hafinu. Þannig hefði loftslag jarðar og lífið á henni orðið fyrir verulegum áhrifum, að því er kemur fram í umfjöllun Goddard-geimrannsóknastofnunar NASA.New York Times segir að næstu skref vísindamanna verði að taka ískjarnasýni til að finna vísbendingar um nánari tímasetningu á árekstrinum og kanna hvernig hann hafði áhrif á loftslag jarðarinnar.Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá skýringarmyndband NASA á fundi loftsteinagígsins undir Híavatajöklinum á norðvesturodda Grænlands.
Grænland Norðurlönd Vísindi Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Sjá meira