Þjóðleikhússtjóri sýnir Lilju hollustu og ætlar ekki tjá sig Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. nóvember 2018 06:45 Ari Matthíasson er reiðubúinn að lýsa sjónarmiðum sínum við ráðherra verði eftir því leitað. Fréttablaðið/Anton Brink Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira
Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri tekur ekki opinberlega afstöðu til frumvarpsdraga menntamálaráðherra um sviðslistir. Drögin, sem eru á samráðsgátt Stjórnarráðsins til kynningar, hafa verið gagnrýnd mjög af sviðslistafólki og ráðherra gagnrýndur fyrir meint samráðsleysi í aðdraganda málsins við þá sem málið varðar, það er, sviðslistafólk. Eins og Fréttablaðið greindi frá á miðvikudag lýtur gagnrýnin meðal annars að auknum völdum þjóðleikhússtjóra og er vísað til þess að hann verði allt að því einvaldur og þjóðleikhúsráð sé gert nánast valdalaust. „Embættismaður hefur ákveðna hollustu við sinn yfirmann og embættismanni ber að fara eftir þeim lögum og reglum sem um viðkomandi starfsemi gildir. Þannig að ég tjái mig ekki um þetta frumvarp þess vegna, en ég mun koma mínum sjónarmiðum á framfæri við ráðherra verði eftir því leitað og mun reyna að aðstoða ráðherra eftir minni bestu getu. Það er mín skylda sem embættismaður,“ segir Ari inntur eftir afstöðu sinni til frumvarpsdraganna og gagnrýni kollega sinna í listageiranum. Í viðtali við Fréttablaðið hafnaði Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því að samráð hefði ekki átt sér stað og vísaði meðal annars til fundar sem haldinn var með sviðslistafólki í janúar síðastliðnum. Þá benti Lilja á að samráðsgáttin væri einmitt ætluð til samráðs og þess vegna væru frumvarpsdrögin þar í kynningu. Frestur til að senda inn umsagnir um málið á samráðsgáttina hefur nú verið framlengdur til 27. nóvember. Meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um málið, auk Sviðslistasambands Íslands sem fjallað var um í Fréttablaðinu á miðvikudaginn, er Bandalag íslenskra listamanna. Í umsögn þess er tekið undir umsögn Sviðslistasambandsins, hvatt er til þess að drögin verði lögð til hliðar í heild sinni og tekið verði upp samtal við sviðslistageirann um endurskoðun sviðslistalaga. Á öndverðum meiði við gagnrýnisraddirnar er skrifstofustjóri Þjóðleikhússins, Tómas Zoega, sem leggur til í umsögn frá 13. nóvember að þjóðleikhúsráð verði lagt niður. Skrifstofustjórinn leggur þannig til að gengið verði enn lengra en frumvarpsdrögin gera ráð fyrir. Rök hans eru helst þau að þjóðleikhússtjóri, líkt og aðrir forstöðumenn ríkisfyrirtækja, beri fulla ábyrgð á öllum þáttum starfsemi stofnunarinnar og þurfi að hafa svigrúm og traust til að rækja þau störf sem hann beri ábyrgð á gagnvart ráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Stjórnsýsla Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Sjá meira