Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 10:57 Erdogan og Gulen voru vinir og samstarfsmenn á árum áður. AP/Burhan Ozbilici Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur verið að leita leiða til að framselja Fethullah Gulen frá Bandaríkjunum til Tyrklands til að fá Recep Tayyip Erdogann, forseta Tyrklands, til að láta af þrýstingi sínum á Sádi-Arabíu vegna morðsins á Jamal Khashoggi. Gulen býr í Bandaríkjunum með löglegum hætti og hefur gert það frá tíunda áratug síðustu aldar. Khashoggi starfaði sömuleiðis í Bandaríkjunum og bjó þar, þar til hann var myrtur í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í síðasta mánuði.Heimildarmenn NBC segja meðlimi ríkisstjórnar Trump hafa lagt fram spurningar um löglegar leiðir til að koma Gulen til Tyrklands í síðasta mánuði. Starfsmenn dómsmálaráðuneytisins og Alríkislögreglu Bandaríkjanna töldu víst í fyrstu að um einhvers konar brandara væri að ræða. Þeir urðu hins vegar æfir þegar í ljós kom að Hvíta húsinu var alvara.Hafa lengið viljað Gulen Gulen hefur verið í útlegð frá Tyrklandi um árabil en Erdogan og bandamenn hans hafa sakað Gulen um að koma að skipulagningu valdaránstilraunar í Tyrklandi sumarið 2016. Tugir þúsunda hafa verið handteknir, vísað úr störfum sínum og fangelsaðir vegna meintra tengsla við hreyfingu Gulen, samkvæmt yfirvöldum í Tyrklandi. Tyrkir hafa farið fram á að Gulen verði framseldur til Tyrklands en þeir hafa þó ekki fært fram neinar sannanir máli sínu til stuðnings. Bandaríkin hafa því hingað til neitað að framselja Gulen. Erdogan hefur jafnvel sagt að bandaríska prestinum Andrew Brunson yrði sleppt úr haldi í Tyrklandi, ef Bandaríkin hefðu látið Gulen af hendi. Hvíta húsið hefur meðal annars sagt dómsmálaráðuneytinu og FBI að taka framsalsbeiðni Tyrkja aftur fyrir og afhenda Hvíta húsinu skýrslu um lagalegu stöðu Gulen í Bandaríkjunum. Þá segja heimildir NBC að embættismenn í Tyrklandi og Bandaríkjunum hafi rætt sín á milli að þvinga Gulen til að flytja frá Bandaríkjunum og til Suður-Afríku. Í kjölfar fréttar NBC sendi Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu um að verið væri að fara yfir ný gögn sem Tyrkir hafi sent til Bandaríkjanna og þau snúi að Gulen. Talskona ráðuneytisins sagði það ekki koma morði Khashoggi við á nokkurn hátt.Í fyrra bárust fregnir af því að yfirvöld Tyrklands hefðu boðið Mike Flynn, fyrrverandi hershöfðingja og þjóðaröryggisráðgjafa Trump, fimmtán milljónir dala fyrir hjálp við að ræna Gulen frá Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tyrkland Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira