Eiður Smári um Kolbein: Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn á fyrir Kolbeinn Sigþórsson í landsleik. Þeir eru tveir markahæstu landsliðsmenn Íslands. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira