Eiður Smári um Kolbein: Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2018 11:30 Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn á fyrir Kolbeinn Sigþórsson í landsleik. Þeir eru tveir markahæstu landsliðsmenn Íslands. Vísir/Getty Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen var ánægður með að sjá Kolbein Sigþórsson inn á vellinum í Brussel í gær og leit svo á að íslenska þjálfarateymið hafi með því hjálpað honum við að finna sér nýtt félag í janúar. Kolbeinn Sigþórsson spilaði síðustu 26 mínúturnar með íslenska landsliðinu í 2-0 tapi á móti Belgíu í Þjóðadeildinni en íslenski landsliðsframherjinn hefur ekki fengið eina einustu mínútu hjá franska liðinu Nantes á tímabilinu. Eiður Smári Guðjohnsen greindi leik Íslands og Belgíu í útsendingu Stöðvar tvö í gærkvöldi. Ríkharð Óskar Guðnason gekk á Eið Smára varðandi Kolbein en Eiður hafði áður talað um mikilvægi þess að það sé samkeppni um stöður í landsliðinu og að leikmenn séu að spila með sínum félagsliðum. „Ég held að þetta snúist meira um tilfinninguna sem við höfum gagnvart Kolbeini, hvernig hann hefur spilað fyrir íslenska landsliðið og hversu mörg mörk hann hefur skorað,“ sagði Eiður Smári og bætti við: „Hvað hann þarf til að komast upp úr þessum djúpa dal sem hann hefur verið í. Það er bæði meiðslasagan hans og staða hans hjá félagsliðinu. Það að hann sé valinn í landsliðið og sé sýnilegur á velli fær hann til að hugsa: Ég er aðeins á leiðinni upp. Þetta opnar líka tækifæri fyrir hann til að leita sér að einhverju öðru í janúar. Þannig held ég að hugsunin hafi verið hjá þjálfarateyminu,“ sagði Eiður Smári.Kolbeinn Sigþórsson í leiknum á móti Belgíu.Vísir/Getty„Við verðum að fá Kolbein í gang og gera hann sýnilegan því hans félagslið hans er að frysta hann. Þeir eru ekki að sýna hann neinsstaðar. Þeir eru að leyfa honum að æfa með varaliðinu en hann sést ekki á vellinum og hvernig ættu þá önnur lið að hugsa um að gefa honum tækifæri ef þau sjá hann ekki á vellinum,“ sagði Eiður. „Nú opnast kannski gluggi fyrir honum þar sem lið sjá að það er bara í lagi með hann. Þau sjá líka að hann er með 22 mörk í 46 landsleikjum. Tökum sénsinn á honum. Þannig horfi ég á þetta,“ sagði Eiður Smári. „Kolbeinn er einsdæmi hjá okkur. Hann hefur unnið sér fyrir því með því hvernig hann hefur spilað í gegnum tíðina. Þetta getur samt ekki varið mikið lengur,“ sagði Eiður. „Finndu betri framherja sem Ísland hefur átt en Kolbein Sigþórsson þegar hann er í toppformi. Þess vegna hefur þjálfarateymið hugsað: Getum við gert eitthvað til að hjálpa honum, koma honum á framfæri og sýna öllum fótboltaheiminum það að hann sé heill heilsu. Þó að það vanti upp á leikform því leikform getur þú alltaf bætt upp hjá öðru liði. Ég sem landsliðsþjálfari hefði alltaf tekið þessa áhættu líka," sagði Eiður. Það má sjá Eið Smára tala um Kolbein og íslenska landsliðið í myndbandinu hér fyrir neðan.Klippa: Eiður Smári um Kolbein
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Mest lesið Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Fleiri fréttir Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki