Ný íslensk/pólsk heimildarmynd keppir til verðlauna í Amsterdam Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 13:30 Úr myndinni In Touch eftir Pawel Ziemilski. Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson. Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Íslenska/pólska heimildarmyndin In Touch eftir Pawel Ziemilski hefur verið valin í aðalkeppni á IDFA, stærstu heimildarmyndahátíð heims, sem hófst í Amsterdam fyrr í vikunni. Í tilkynningu frá framleiðendum myndarinnar segir að það þyki mikill heiður að keppa til verðlauna á IDFA en árlega sækja meira en 3000 myndir um að komast að á hátíðinni, en eingöngu 80 keppa til verðlauna. Myndin er framleidd af Lukasz Dluglecki og Hauki M Hrafnsyni fyrir NUR og meðframleidd af Antoni Máni Svanssyni fyrir Join Motion Pictures. Myndin var tekin upp að miklu leyti hér á landi en í henni er sögð sagan af þorpinu Stare Juchy í Póllandi sem tvístrast eftir að þriðjungur íbúa þess hverfur á Íslandi. „Þeir sem eftir eru, flestir af eldri kynslóðinni, halda í vonina að börn þeirra og barnabörn snúi einn daginn til baka þrátt fyrir að hafa hafið nýtt líf hinu megin í Evrópu. Fjarlægðin á milli þeirra er mikil og ferðin er dýr, svo fjölskyldur fá ekki að faðmast eins oft og þær kjósa. Besta í stöðunni er að vera í tíðu og áköfu sambandi í gegnum Skype,“ segir í tilkynningu. Fjöldi Íslendinga kemur að gerð myndarinnar, þar á meðal kvikmyndatökumaðurinn Ásta Júlía Guðjónsdóttir og frumsamin tónlist myndarinnar er eftir Árna Val Kristinsson.
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning