Ostrur teknar af matseðli Skelfisksmarkaðarins vegna nóróveiru Birgir Olgeirsson skrifar 16. nóvember 2018 17:41 Hrefna Rósa Sætran matreiðslumaður sem er ein af eigendum Skelfiskmarkaðarins. Vísir/Stefán Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins. Heilbrigðismál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Skelfiskmarkaðurinn í Reykjavík hefur tekið ostrur af matseðli sínum eftir að þrettán manns úr átján manna hópi smituðust af nóróveiru eftir að hafa borðað á veitingastaðnum síðastliðinn föstudag.Greint var fyrst frá málinu á vef DV. Algengustu einkenni nóróveiki eru uppköst og/eða niðurgangur sem fylgt geta kviðverkir, beinverkir, höfuðverkur og stundum vægur hiti. Sjúkdómurinn gengur í langflestum tilfellum yfir á einum til tveimur sólarhringum án nokkurrar meðferðar.Á vef embættis landlæknis kemur fram að smit með ostrum sé vel þekkt embættið segir algengt að smitið berist í ostrurnar með nóróveirumenguðu vatni.Ostrurnar frá Húsavík Hrefna Rós Jóhannsdóttir Sætran er einn af eigendum Skelfisksmarkaðarins en eigendur markaðarins eru einnig hluthafar í fyrirtækinu Víkurskel á Húsavík sem ræktar ostrurnar sem eru á matseðli veitingastaðarins. Hrefna segir í samtali við Vísi að búið sé að taka ostrurnar af matseðli Skelfisksmarkaðarins. Ekki er búið að staðfesta hvernig gestirnir sem um ræðir smituðust af nóróveirunni en allir áttu þeir það sameiginlegt að hafa borðað ostrur á veitingastaðnum. Hrefna segir að því sé gengið út frá því að líklegasta skýringin sé að smitið hafi borist með ostrunum. Staðnum bárust símtöl frá umræddum gestum þegar þeir tóku að veikjast. Ekki er vitað nákvæmlega hvort að fleiri en þessir þrettán hafi sýkst af veirunni. Einhverjir þeirra gætu hafa veikst og ekki látið vita á meðan aðrir hafi mögulega ekki fundið fyrir einkennum. Heilbrigðiseftirlitið mætti tvisvar Hún segir heilbrigðiseftirlitið hafa mætt tvisvar á Skelfiskmarkaðinn eftir að málið komst upp. Fulltrúar eftirlitsins tóku staðinn út hátt og lágt og gaf honum toppeinkunn að sögn Hrefnu. Hún segir að ostrurnar hafi ekki sýkst vegna meðhöndlunar á þeim á Skelfiskmarkaðinum, er talið að það eigi rætur sínar að rekja til framleiðsluferlisins. Ekki aftur fyrr en það verður óhætt Hrefna segir starfsmenn heilbrigðiseftirlitsins ekki hafa fundið neitt athugavert þegar rætt var við starfsmenn Skelfiskmarkaðarins og þegar vinnuaðstaðan var skoðuð. „Þetta verður ekki aftur á matseðlinum hjá okkur fyrr en allt verður komið í lag,“ segir Hrefna. Hún tekur fram að ostrurnar séu einungis lítið brot af matseðli Skelfisksmarkaðarins og fólki óhætt að borða aðra rétti staðarins.
Heilbrigðismál Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira