Gagnrýna hugmyndir ráðherra sem skerða fé til rannsókna Sveinn Arnarsson skrifar 17. nóvember 2018 08:00 Svandís Svavarsdóttir hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Fréttablaðið/Ernir Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sló mann með glerflösku í höfuðið á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira
Vísindi Prófessorar við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri leggjast hart gegn frumvarpi heilbrigðisráðherra sem leggur til að vísindasiðanefnd verði veitt heimild til að rukka fyrir umsóknir um rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Telja þeir hugmyndir ráðherra ekki í takt við að styrkja vísindi og rannsóknir hér á landi. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gerir henni kleift að setja reglugerð um gjaldtöku vísindasiðanefndar vegna umsókna um leyfi til að hefja vísindarannsóknir á heilbrigðissviði. Gjaldtaka á borð við þá sem hér er lögð til vísar til framkvæmdar erlendis og mikilvægis þess að á Íslandi starfi öflug vísindasiðanefnd sem hefur burði til að takast á við þau verkefni sem henni eru falin samkvæmt lögum. Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í siðfræði rannsókna, segir þetta varhugaverða þróun. Hann segir áhugavert að Norðmenn skuli ekki fara þessa leið og telur of mörgum spurningum ósvarað hvað þessa lagabreytingu varðar. „Ef gjaldtakan á að standa undir kostnaði er það opinn tékki að mínu mati því kostnaður við rekstur vísindasiðanefndar getur verið reiknaður á ýmsa vegu og menn vita því ekki alveg hvað það þýðir. Einnig er mér sagt að í Svíþjóð sé gjaldið fimm þúsund sænskar krónur. Það er nóg til að vera hamlandi fyrir rannsóknir og skapa ójafnvægi milli rannsakenda,“ segir Sigurður.Sigurður Kristinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri.„Einnig þurfum við að velta fyrir okkur hvort það sé heppilegt að koma á viðskiptasambandi milli vísindasiðanefndar og rannsakenda þar sem nefndin á að vera sjálfstæð og óháð. En fyrst og fremst er hættan sú að þetta fjármagn fari af öðru fé sem öllu jöfnu fer í rannsóknir og vísindi.“ „Þó að í hópi umsækjenda til VSN séu einnig nokkur öflug fyrirtæki [sem rekin eru í hagnaðarskyni] á hverju ári sem munar lítið um að greiða til nefndarinnar, þá telur Læknadeild ekki ásættanlegt að fara í þessa vegferð á meðan fjármögnun vísinda á heilbrigðissviði stendur jafn illa og raun ber vitni,“ stendur í gagnrýnni umsögn Engilberts Sigurðssonar, prófessors í geðlæknisfræði og forseta læknadeildar Háskóla Íslands. sveinn@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sló mann með glerflösku í höfuðið á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Sjá meira