Sjá einnig: Margir sem misskilja textann: „Um daginn heyrði ég sækja þetta drug“
Þeir félagarnir komu fram í Silfursölum á föstudeginum við góðar undirtektir tónleikagesta en þó var einn gestur sem vakti meiri athygli en aðrir. Stórstjarnan Björk var mætt til þess að fylgjast með tónleikum strákanna sem kom þeim ánægjulega á óvart hafandi verið að spila á minni tónleikum en margir aðrir á Airwaves.
Björk kom og sá ClubDub á Airwaves, rosalegur heiður að fá að flytja tónlistina sína fyrir goðsögn eins og hana, takk fyrir okkur @icelandairwaves
— aron kristinn (@aronkristinn) 10 November 2018
„Þegar við vorum búnir að spila kemur einn vina okkar til okkar og segir að Björk hafi verið að horfa á show-ið. Það er rosalegur heiður, ef ég fengi að velja mér einn Íslending til þess að sjá mig spila væri það Björk,“ segir Aron í samtali við Vísi. Hann segist þó vera feginn því að hafa fengið fregnirnar eftir tónleikana enda hefðu þeir félagar mögulega verið stressaðari en ella hefðu þeir vitað af henni.
„Það er svo súrrealískur draumur þannig séð þegar maður er í stúdíóinu að gera lag sem heitir C3po og svo mætir Björk og horfir á þig syngja um eitthvað vélmenni.“
takk fyrir okkur í bili Dalur - sjáumst aftur í kvöld klukkan 04:00View this post on Instagram
A post shared by ClubDub (@klubbasigur) on Aug 3, 2018 at 2:22pm PDT
Nýtt lag og heimildarmynd á döfinni
Þrátt fyrir mikla keyrslu undanfarna mánuði sitja þeir félagar ekki auðum höndum þessa dagana en í lok nóvember munu þeir gefa út nýtt lag í samstarfi við Whyrun en lagið heitir „Pussypower“ og ætti það að gleðja marga aðdáendur.Stærsta verkefnið sem ClubDub vinnur að þessa stundina er þó að leggja lokahönd á heimildarmynd sem þeir hafa unnið að undanfarna mánuði í samstarfi við leikstjórann Vigni Daða þar sem aðdáendur fá innsýn inn í líf og störf hljómsveitarinnar. Hugmyndin kveiknaði í haust þegar þeir voru bókaðir á fjöldann allan af menntaskólaböllum.

Þá stefna þeir á að gefa myndina út í upphafi næsta árs og segir Aron aðdáendur eiga von á góðu en fjöldinn allur af íslensku tónlistarfólki kemur í viðtal í myndinni.
„Og Björk, ef þú ert að lesa þessa frétt, þá máttu koma í viðtal.“