Segir lýðræðið hafa brugðist íbúum Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 20:45 Stacey Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15