Segir lýðræðið hafa brugðist íbúum Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 17. nóvember 2018 20:45 Stacey Abrams og Brian Kemp. AP/John Amis Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Stacey Abrams, frambjóðandi Demókrataflokksins til embættis ríkisstjóra Georgíu, viðurkenndi óskigur í gærkvöldi, tíu dögum eftir kosningarnar. Hún sagði þó í ræðu sinni í gær að lýðræðið hefði brugðist Georgíu og sagðist ætla að berjast fyrir breytingum á kosningakerfi ríkisins. Mótframbjóðandi Abrams, Brian Kemp, þakkaði henni fyrir baráttuna og kallaði fyrir samstöðu. Í kjölfar kosninganna hafa málaferli farið fram og hafa þúsundir atkvæða sem höfðu ekki verið talin fundist. Eftir endurtalningar náði Kemp yfir 50 prósent fylgi og var ekki þörf á nýjum kosningum. Þó Abrams hafi játað ósigur er ljóst að hún er ekki sátt niðurstöðuna og þá sérstaklega hvernig kosningarnar fóru fram. Hún hefur heitið því að höfða málsókn vegna þess hvernig kosningar fara fram í Georgríu.Þá sakar hún Kemp um að nota stöðu sína sem innanríkisráðherra Georgíu, og þá æðsti embættismaður ríkisins sem kemur að kosningum, til þess að hreinsa kjörskrá ríkisins af fólki til að auka líkur sínar á kjöri. „Undir stjórn okkar fyrrverandi innanríkisráðherra, Brian Kemp, þá brást lýðræðið Georgíu,“ sagði Abrams. Hún sakaði Kemp um að hafa með markvissum hætti, á undanförnum tíu árum, reynt að gera fólki sem gjarnan er talið líklegra til að kjósa Demókrataflokkinn en Repúblikanaflokkinn erfiðara að kjósa. Er þar að langmestu átt við fólk sem tilheyrir minnihlutahópum.AP fréttaveitan segir að Abrams hafi íhugað að grípa til frekari lögsókna vegna framkvæmdar kosninganna og íhugaði jafnvel að viðurkenna ekki niðurstöður kosninganna. Að endingu hafi hún þó talið að það gæti komið niður á baráttu hennar í að bæta aðgengi fólks að kjörklefum.Á blaðamannafundi í kjölfar ræðu Abrams kallaði Kemp eftir samstöðu í Georgíu. Kosningarnar væru búnar og hann þyrfti að einbeita sér að því að sinna embætti Ríkisstjóra. Kemp sagði einnig að stjórnmálin væru erfiður bransi. Hann sagði lögum Georgíu, sem eru jafnvel talin þau ströngustu í Bandaríkjunum, ætlað að tryggja að kosningum sé ekki stolið frá frambjóðendum. Aldrei hefðu fleiri tekið þátt í kosningum og hann hefði fengið fleiri atkvæði en nokkur annar ríkisstjóri Georgíu. Þó hann hafi einungis fengið rétt rúmlega 50 prósent atkvæða.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Sjá meira
Mikil óvissa með ríkisstjórakosningar í Georgíu Enn er ekki öruggt hver vann kosninguna til ríkisstjóra Georgíu í Bandaríkjunum þó tveir dagar séu liðnir frá kosningunum. Frambjóðandi Repúblikana hefur þó lýst yfir sigri. 8. nóvember 2018 16:55
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15