Körfubolti

LA Lakers og Golden State töpuðu í nótt

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Kemba Walker skoraði 60 stig í nótt
Kemba Walker skoraði 60 stig í nótt Vísir/Getty
Nóg var um að vera í NBA-deildinni í nótt en alls fóru fram tíu leikir.



Kemba Walker skoraði 60 stig fyrir lið Charlotte Hornets er liðið tapaði gegn Philadelphiu 76ers 122-119. Ásamt því að skora 60 stig, tók Walker sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Enginn hefur skorað meira í einum leik í sögu Charlotte liðsins. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphiu með 33 stig og 11 fráköst. Ben Simmons daðraði við þrefalda tvennu hjá Philadelphiu en hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 9 stoðsendingar.



Anthony Davis átti frábæran leik í sigri New Orleans Pelicans er hann skoraði 40 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar er liðið vann Denver Nuggets 125-115.



Toronto Raptors komst aftur á sigurbraut eftir tap gegn Boston Celtics í gærkvöldi, en liðið vann stórsigur á Chicago Bulls, 122-83. Boston tapaði aftur á móti fyrir Utah Jazz 98-86.



LeBron James skoraði 22 stig fyrir Los Angeles Lakers er liðið tapaði gegn Orlando Magic 130-117.



Þá töpuðu meistararnir í Golden State Warriors sínum öðrum leik í röð er liðið tapaði gegn Dallas Mavericks 112-109. Undrabarnið og nýliðinn Luka Doncic var stigahæstur hjá Dallas, en hann skoraði 24 stig og tók 9 fráköst. Næstur á eftir honum kom Harrison Barnes, fyrrum leikmaður Golden State en hann skoraði 23 stig. Stigahæstur hjá meisturunum var Kevin Durant en hann skoraði 32 stig.



Úrslit næturinnar:



Los Angeles Clippers 127-119 Brooklyn Nets

Los Angeles Lakers 117-130 Orlando Magic

Toronto Raptors 122-83 Chicago Bulls

Oklahoma City Thunder 110-100 Phoenix Suns

Philadelphia 76ers 122-119 Charlotte Hornets

Denver Nuggets 115-125 New Orleans Pelicans

Sacramento Kings 112-132 Houston Rockets

Atlanta Hawks 89-97 Indiana Pacers

Utah Jazz 98-86 Boston Celtics

Golden State Warriors 109-112 Dallas Mavericks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×