„Ótrúlega forhert“ að draga úr loforðum til viðkvæmra hópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 12:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fjárlagafrumvarpið hafi verið byggt á sandi en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00
Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45
Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52
Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39