„Ótrúlega forhert“ að draga úr loforðum til viðkvæmra hópa Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 12:17 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að fjárlagafrumvarpið hafi verið byggt á sandi en flokkurinn leggur til sautján breytingar á fjárlagafrumvarpinu. Fréttablaðið/Ernir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga. Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vísar öllu tali um niðurskurð til félagslegra mála á bug og sér í lagi tali niðurskurð á fjárlögum til öryrkja. Þvert á moti sé ríkisstjórnin að auka framlög til málaflokksins um níu milljarða í tvennum fjárlögum. Í byrjun vikunnar voru tillögur meirihluta fjárlaganefndar Alþingis kynntar. Meirihluti nefndarinnar vill lækka áætlaða hækkun til öryrkja um 1,1 milljónir króna í fjárlagafrumvarpi til að bregðast við kólnandi hagkerfi. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar, sem var gestur ásamt Katrínu í Sprengisandi í morgun, gefur ekki mikið fyrir skýringar ríkisstjórnarinnar og segir fjárlagafrumvarpið hafa verið byggt á sandi. „Niðurskurður og ekki niðurskurður. Það fer eftir því hvernig á það er litið. Það er að minnsta kosti ótrúleg forhert að lofa viðkvæmum hópum einhverju í fyrstu framlagningu fjárlaga og draga svo úr því milli umræðna,“ segir Logi sem bendir á að það sé fordæmalítið. „Ég man bara ekki eftir að það hafi hreinlega gerst en það kemur til vegna þess að forsendur fjárlag sem lagðar voru fram í haust byggðu á sandi. Það vissu allir að það yrði ekki þrettán ára samfellt hagvaxtarskeið í landinu og nú þegar erum við búin að sjá það að forsendur eru brostnar og þess vegna þarf ríkisstjórnin að einhverju leyti að stoppa í gatið,“ segir Logi. Katrín segir að ríkisstjórnin sé að framfylgja vilja almennings því fyrir síðustu kosningar hafi þjóðin forgangsraðað eflingu heilbrigðiskerfisins efst. Ríkisstjórnin sé að auka framlög til heilbrigðiskerfisins um 37 milljarða í tvennum fjárlögum. Logi segist hafa verið sammála málflutningi Katrínar í aðdraganda síðustu kosninga í félags-og skattamálum. „Við þurfum að ráðast í að breyta skiptingu gæðanna með stórum skrefum í landinu og það gerum við auðvitað aldrei nema í gegnum skattkerfið og samneysluna og á það skortir,“ segir Logi.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við þau Katrínu og Loga.
Alþingi Sprengisandur Tengdar fréttir Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00 Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45 Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52 Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00 „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ábyrgar tillögur sem komi þeim verst stöddu best „Í upphafi voru forsendur fjárlaga allt of veikar. Það kemur nú á daginn og þegar gengið fer að falla og forsendurnar bresta þá er brugðist við og stigið skref aftur á bak.“ 16. nóvember 2018 07:00
Þingmenn standi við marggefin loforð Formaður kjarahóps Öryrkjabandalagsins segir tíma til kominn að stjórnmálamenn standi við marggefin loforð um afnám krónu á móti krónu skerðinga. 15. nóvember 2018 19:45
Leggja til sykurskatt og fjóra milljarða í viðbót til öryrkja Þingmenn Samfylkingarinnar lögðu fram sautján breytingartillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar á blaðamannafundi í Iðnó í morgun. 15. nóvember 2018 10:52
Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Breytingartillögur fyrir 2. umræðu fjárlaga fela í sér frestun á verkefnum við nýjan Landspítala og minni framlög til öryrkja. "Krónan að gera okkur erfitt fyrir.“ 14. nóvember 2018 07:00
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39