Eldfim orð Lára G. Sigurðardóttir skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gróðureldar í Kaliforníu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun
Undanfarna daga hafa norðanvindar blásið þykkum reyk yfir bæinn okkar í Norður-Kaliforníu. Eldarnir eru svo öflugir að þeir jöfnuðu bæinn Paradís við jörðu á nokkrum klukkustundum. Og þeir loga enn af fullum krafti. Aldrei fyrr hafa skógareldar verið jafn mannvígir í Kaliforníu-fylki. 76 hafa látist og yfir þúsund er ekki búið að staðsetja. Þó svo að bærinn okkar sé ekki í hættu vekur reykurinn okkur til umhugsunar um hve margir eiga um sárt að binda. Og atburðarrásin á sér hliðstæðu. Eins og eldarnir getum við mannfólkið eitrað andrúmsloftið með orðum; „...hann er fáviti“ og „...hún er drusla.“ Eldheit orðin flæða af vörum okkar eins og vindurinn úr norðri og kynda undir mengun meðal okkar. Manni hættir allt of oft til að setjast í dómarasætið og ákveða hvernig aðrir eiga að haga sér. En til er fólk sem sendir frá sér ferska vinda. Slíkt fólk vill öðrum vel. Það dæmir ekki og er til staðar fyrir aðra. Þú veist hvernig andrúmsloft þú gengur inn í þegar þú mætir slíku fólk. Ólíkt eldunum í Kaliforníu höfum við val um að menga andrúmsloftið eða sjá til þess að fólk geti sótt súrefni til okkar. Þegar fólk baktalar er okkar að ákveða hvort við tökum undir slíkt tal.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun