Trump í hart við aðmírál sem stýrði aðgerðinni gegn bin Laden Samúel Karl Ólason skrifar 18. nóvember 2018 22:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018 Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Ummæli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem hann gagnrýndi fyrverandi aðmírálinn William H. McRaven í viðtali í dag og gaf í skyn að hann hefði átt að vera fljótari að finna Osama bin Laden, hafa vakið mikil viðbrögð og hefur forsetinn enn einu sinni verið sakaður um vanvirðingu gagnvart hermönnum. McRaven hefur ítrekað gagnrýnt Trump og þá meðal annars í grein í Washington Post í sumar. Meðal þess sem McRaven hefur gagnrýnt Trump fyrir er hegðun hans og skortur á leiðtogahæfileikum. Hann hefur sagt Trump hafa smánað Bandaríkin og valdið auknum deilum meðal þjóðarinnar. Þá sagði hann nýverið að það hvernig Trump ræddi um fjölmiðla væri gífurleg ógn við lýðræði Bandaríkjanna.McRaven var yfir flokki sérsveitarmanna, svokallaðra Navy SEALS, sem felldu bin Laden í Pakistan árið 2011. Trump var í viðtali við Fox sem birt var í dag og þar var hann spurður út í gagnrýni McRaven. Hann sagði að McRaven væri aðdáandi Hillary Clinton og hefði stutt Barack Obama. Þá gaf hann í skyn að hann hefði átt að finna bin Laden fyrr. „Hefði það ekki verið indælt ef við hefðum náð Osama bin Laden mun fyrr, hefði það ekki verið indælt?“ sagði Trump. Sérsveitarmennirnir og McRaven komu þó ekki að því að finna bin Laden. Það var hlutverk leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA.Trump on retired Navy SEAL Adm. Bill McRaven, who has called the president's attacks on the press "the greatest threat to democracy." "He's a Hillary Clinton backer and an Obama backer. And frankly, wouldn't it have been nice if we got Osama bin Laden a lot sooner than that?" pic.twitter.com/tXsZHjJzaA — Axios (@axios) November 18, 2018 Það er vert að taka fram að McRaven lýsti aldrei yfir stuðningi við Hillary Clinton og fjölmargir sem hafa komið honum til varnar segja hann sjaldan sem aldrei hafa tjáð sig opinberlega um stjórnmál. Í yfirlýsingu til CNN segir McRaven að hann hafi ekki stutt Clinton né annan stjórnmálamann. Þá segist hann vera aðdáandi Barack Obama og George W. Bush. Hann hafi unnið fyrir þá báða. McRaven segir einnig að hann dái alla forseta sem haldi uppi heiðri embættisins og noti það til að sameina þjóðina á erfiðum tímum. Hann segir enn fremur að hann standi við ummæli sín um að viðhorf Trump gagnvart fjölmiðlum sé ógn við lýðræðið. „Þegar þú grefur undan rétti fólks til frjálsra fjölmiðla og málfrelsis, ertu að ógna stjórnarskránni og öllu því sem hún stendur fyrir.“Via @jaketapper, Ret. Admiral William McRaven's response to Trump: "I stand by my comment that the President's attack on the media is the greatest threat to our democracy in my lifetime." pic.twitter.com/iubTvPEdwp — Brian Stelter (@brianstelter) November 18, 2018
Bandaríkin Donald Trump Pakistan Mest lesið Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Fleiri fréttir Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent