Góð týpa Guðmundur Steingrímsson skrifar 19. nóvember 2018 07:00 Hin vikulanga umræða um Banksy listaverkið hans Jóns Gnarr — eða borgarinnar, eftir því hvernig á það er litið — var um margt skemmtileg og athyglisverð. Í upphafi stefndi í að um miðlungsstórt hneykslismál yrði að ræða. Margir voru í þann mund að hlaða í góða statusa á samfélagsmiðlum um spillingu og siðleysi. Símalínur útvarpsþátta voru byrjaðar að hitna. Var ekki maðurinn að draga að sér verðmæti í leyfisleysi? Svona verk er milljónavirði, sögðu spekúlantar. Þá var upplýst að um eftirprentun væri að ræða, en ekki upprunalegt verk. Í raun væri þetta plakat. Við það hætti málið að vera hneykslismál og varð skyndilega að gagnmerkri umræðu um réttritun og málfar. Sitt sýndist hverjum. Á maður að skrifa plakat með k-i eða g-i? K-i, segi ég. En hvað um það. Það sem gerist næst finnst mér vera hið bitastæða í málinu og eitthvað sem má ræða aðeins betur, og rýna í samfélagslegu tilliti. Jón tók týpuna. „Ég ætla að farga þessu verki,“ hrópaði hann. Slípirokkurinn var dreginn fram og verkið eyðilagt í beinni.Blæbrigði vantar Þessi viðbrögð eru frábær. Sjáiði til: Eitt helsta einkenni á samtíma okkar eru hin ofsafengnu hópbrjálæðisköst sem tekin eru á samfélagsmiðlum undir eins og einhver gerir eitthvað sem á einhvern hátt getur talist vafasamt. Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar. Í viku hverri sjáum við dæmi um þetta. Þetta er orðinn fastur liður. Einhver gerir eitthvað rangt og bingó: Game over fyrir hann. Twitter-stormurinn hlífir engum sem lendir í honum. Það er eins og fólki sé skotið upp í loft og gert að lenda einhvers staðar úti í buskanum, án orðspors, án atvinnu, ringlað og með hárið út í loftið. Komið aftur á byrjunarreit. Sumir geta auðvitað sjálfum sér um kennt, en með öðrum getur maður ekki annað en fundið til. Er þetta alltaf nauðsynlegt? Birgitta Haukdal skrifar barnabók og skrifar hjúkrunarkona en ekki hjúkrunarfræðingur. Jú, jú. Auðvitað ekki rétt, en slökum samt aðeins á. Á samfélagsmiðlum vantar blæbrigði. Þar er engin „tja” takki eða „ég veit ekki með þetta“ eða “úps, þetta mætti lagfæra”. Maður er bara hæstánægður, skellihlæjandi, kærleiksríkur, leiður eða reiður. Og ef einhver gerir eitthvað misjafnt, verða margir reiðir eða leiðir með tár í hvarmi. Áhrifamátturinn af því að nokkur hundruð manns á einum klukkutíma verði bálreiðir er gígantískur. Dómur hefur fallið. Þú átt ekki breik.Nýr veruleiki Eða hvað? Hvernig er hægt að bregðast við þúsund reiðiköllum? Sumir auðvitað skammast sín, og það réttilega, og biðjast auðmjúklega afsökunar á gjörðum sínum og lofa betrun. Aðrir þrífast á þessu, eins og sumir leiðtogar þjóðríkja og fagna hverjum stormi. En svo eru aðrir. Fólk sem hafði hugsað sér að grínast smá eða ætlaði með góðu hugarfari að gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt en notaði óvart vitlaus hugtök. Eða fékk sér of mikið í glas. Stormurinn gerir engan greinarmun. Hann slátrar bara. Þetta er ekki réttlátt ástand. Það er engin sanngirni fólgin í því að fólk missi lífsviðurværi sitt, vini og orðspor út af einu hliðarspori. Ég held að ákveðið ójafnvægi sé ríkjandi í samfélaginu út af þessu. Hin vikulega aftaka á Facebook er ný af nálinni. Viðbragðið við þessum veruleika er rétt að byrja að þróast.Að öskra á móti Jón steig stórt skref með viðbragði sínu við storminum sem var að byrja gegn honum. Þetta var sem sagt plakat. Engu að síður hefði hann getað farið illa út úr þessu. Jón kaus að öskra á móti. Það er tímamótaöskur. Spurningin blasir við: Getur verið að viðbragð af þessu tagi sé mögulega það sterkasta fyrir fólk í stöðunni, sé vegið að því af reiðiköllum samfélagsmiðlanna? Ætti Birgitta Haukdal kannski núna að segja hátt og snjallt með þjósti að hún skuli „þá bara farga öllum þessum bókum og aldrei skrifa stafkrók aftur“? Ætti Dagur borgarstjóri að rjúka til og eyðileggja Braggann? „Ég rústa honum þá bara,“ gæti hann hrópað í rokinu með höggbor að vopni. Ætti Guðni Th. að taka týpuna og einfaldlega sturta ananas yfir næstu pitsu sem hann pantar, gúffa í sig í beinni útsendingu á Instagram og hrópa milli munnbitanna að hann „skuli þá bara borða þennan fjárans ananas“? Og Theresa May. Hún ætti auðvitað núna að fara í þingið og æpa þar hátt og snjallt að hún ætli þá bara að „brenna þetta bévítans Brexitsamkomulag!“ Í hinu tilfinninga ójafnvægi Twitter-stormanna er líklega margt vitlausara en að mæti ópum með ópi. Að því sögðu vil ég að sjálfsögðu lýsa því yfir að muni þessi afstaða mín skapa almenna reiði á samfélagsmiðlum mun ég vitaskuld eyðileggja tölvuna mína með hjólsög og aldrei skrifa pistil aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Hin vikulanga umræða um Banksy listaverkið hans Jóns Gnarr — eða borgarinnar, eftir því hvernig á það er litið — var um margt skemmtileg og athyglisverð. Í upphafi stefndi í að um miðlungsstórt hneykslismál yrði að ræða. Margir voru í þann mund að hlaða í góða statusa á samfélagsmiðlum um spillingu og siðleysi. Símalínur útvarpsþátta voru byrjaðar að hitna. Var ekki maðurinn að draga að sér verðmæti í leyfisleysi? Svona verk er milljónavirði, sögðu spekúlantar. Þá var upplýst að um eftirprentun væri að ræða, en ekki upprunalegt verk. Í raun væri þetta plakat. Við það hætti málið að vera hneykslismál og varð skyndilega að gagnmerkri umræðu um réttritun og málfar. Sitt sýndist hverjum. Á maður að skrifa plakat með k-i eða g-i? K-i, segi ég. En hvað um það. Það sem gerist næst finnst mér vera hið bitastæða í málinu og eitthvað sem má ræða aðeins betur, og rýna í samfélagslegu tilliti. Jón tók týpuna. „Ég ætla að farga þessu verki,“ hrópaði hann. Slípirokkurinn var dreginn fram og verkið eyðilagt í beinni.Blæbrigði vantar Þessi viðbrögð eru frábær. Sjáiði til: Eitt helsta einkenni á samtíma okkar eru hin ofsafengnu hópbrjálæðisköst sem tekin eru á samfélagsmiðlum undir eins og einhver gerir eitthvað sem á einhvern hátt getur talist vafasamt. Eitt hliðarspor og fólk er tekið af lífi innan klukkustundar. Í viku hverri sjáum við dæmi um þetta. Þetta er orðinn fastur liður. Einhver gerir eitthvað rangt og bingó: Game over fyrir hann. Twitter-stormurinn hlífir engum sem lendir í honum. Það er eins og fólki sé skotið upp í loft og gert að lenda einhvers staðar úti í buskanum, án orðspors, án atvinnu, ringlað og með hárið út í loftið. Komið aftur á byrjunarreit. Sumir geta auðvitað sjálfum sér um kennt, en með öðrum getur maður ekki annað en fundið til. Er þetta alltaf nauðsynlegt? Birgitta Haukdal skrifar barnabók og skrifar hjúkrunarkona en ekki hjúkrunarfræðingur. Jú, jú. Auðvitað ekki rétt, en slökum samt aðeins á. Á samfélagsmiðlum vantar blæbrigði. Þar er engin „tja” takki eða „ég veit ekki með þetta“ eða “úps, þetta mætti lagfæra”. Maður er bara hæstánægður, skellihlæjandi, kærleiksríkur, leiður eða reiður. Og ef einhver gerir eitthvað misjafnt, verða margir reiðir eða leiðir með tár í hvarmi. Áhrifamátturinn af því að nokkur hundruð manns á einum klukkutíma verði bálreiðir er gígantískur. Dómur hefur fallið. Þú átt ekki breik.Nýr veruleiki Eða hvað? Hvernig er hægt að bregðast við þúsund reiðiköllum? Sumir auðvitað skammast sín, og það réttilega, og biðjast auðmjúklega afsökunar á gjörðum sínum og lofa betrun. Aðrir þrífast á þessu, eins og sumir leiðtogar þjóðríkja og fagna hverjum stormi. En svo eru aðrir. Fólk sem hafði hugsað sér að grínast smá eða ætlaði með góðu hugarfari að gera eitthvað fallegt og uppbyggilegt en notaði óvart vitlaus hugtök. Eða fékk sér of mikið í glas. Stormurinn gerir engan greinarmun. Hann slátrar bara. Þetta er ekki réttlátt ástand. Það er engin sanngirni fólgin í því að fólk missi lífsviðurværi sitt, vini og orðspor út af einu hliðarspori. Ég held að ákveðið ójafnvægi sé ríkjandi í samfélaginu út af þessu. Hin vikulega aftaka á Facebook er ný af nálinni. Viðbragðið við þessum veruleika er rétt að byrja að þróast.Að öskra á móti Jón steig stórt skref með viðbragði sínu við storminum sem var að byrja gegn honum. Þetta var sem sagt plakat. Engu að síður hefði hann getað farið illa út úr þessu. Jón kaus að öskra á móti. Það er tímamótaöskur. Spurningin blasir við: Getur verið að viðbragð af þessu tagi sé mögulega það sterkasta fyrir fólk í stöðunni, sé vegið að því af reiðiköllum samfélagsmiðlanna? Ætti Birgitta Haukdal kannski núna að segja hátt og snjallt með þjósti að hún skuli „þá bara farga öllum þessum bókum og aldrei skrifa stafkrók aftur“? Ætti Dagur borgarstjóri að rjúka til og eyðileggja Braggann? „Ég rústa honum þá bara,“ gæti hann hrópað í rokinu með höggbor að vopni. Ætti Guðni Th. að taka týpuna og einfaldlega sturta ananas yfir næstu pitsu sem hann pantar, gúffa í sig í beinni útsendingu á Instagram og hrópa milli munnbitanna að hann „skuli þá bara borða þennan fjárans ananas“? Og Theresa May. Hún ætti auðvitað núna að fara í þingið og æpa þar hátt og snjallt að hún ætli þá bara að „brenna þetta bévítans Brexitsamkomulag!“ Í hinu tilfinninga ójafnvægi Twitter-stormanna er líklega margt vitlausara en að mæti ópum með ópi. Að því sögðu vil ég að sjálfsögðu lýsa því yfir að muni þessi afstaða mín skapa almenna reiði á samfélagsmiðlum mun ég vitaskuld eyðileggja tölvuna mína með hjólsög og aldrei skrifa pistil aftur.
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir Skoðun