Það lafir ekki meðan ég lifi Halldór Reynisson skrifar 1. nóvember 2018 08:00 Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Umhverfismálin og þá sérstaklega hlýnun andrúmsloftsins eru stærsta áskorun mannkyns að mati þeirra sem rannsaka loftslag og umhverfi. Náttúran, sköpunarverkið stynur undan atferli manneskjunnar, rányrkju, mengun og óhófi. Vísindamenn segja okkur að ef mannkynið snúi ekki af braut óhófs og ósjálfbærni – nema við hættum að spúa koltvísýringi út í andrúmsloftið þegar við stígum á bensíngjöfina – sé hætta á að illa fari. Dómsdagsboðskapurinn kemur að þessu sinni frá náttúruvísindamönnum ekki frá spámönnum né prestum. „Það lafir meðan ég lifi“ er haft eftir Loðvík 15. Frakkakóngi. Ef við hugsum þannig er hætt við að allt „fari til fjandans“. Og þó er von ef við bregðumst snarlega við, sérstaklega varðandi losun koltvísýrings – eða bindingu hans í mótvægisaðgerðum. Ef ekki, þá stefnum við framtíð barnabarna okkar í tvísýnu með þjáningum og átökum um takmörkuð gæði. Elska skaltu náungann er æðsta – sumir segja eina boðorð kristninnar. Kristnar kirkjur og kirkjuleiðtogar víða um heim eru farnir að tala um náttúruna sem náunga okkar, þ. á m. Frans páfi. Og þessi náungi okkar er nú um stundir sárt leikinn. Þjóðkirkjan, þessi aldna stofnun í landi okkar vill að sínu leyti leggja þessum náunga okkar lið. Þess vegna umhverfisstarf og aðgerðaáætlun til að laða fram græna kirkju og græna söfnuði. Og nú er tími sköpunarverksins haldinn víða í kirkjum heimsins m.a. hér á landi. Tímabilið markast m.a. af afmælisdegi Frans frá Assisi sem margir líta á sem dýrling náttúrunnar. Í mörgum kirkjum landsins eru haldnar uppskerumessur og átak er í gangi að söfnuðir landsins temji sér sjálfbærni. Opnaður hefur verið vefur kirkjan.is/grænkirkja, bæklingur gefinn út „Græni söfnuðurinn okkar“ og handbók fyrir söfnuði um umhverfisstarf, m.a. umhverfisáherslur í barna- og æskulýðsstarfi. Stofnanir kirkjunnar eru hvattar að tileinka sér „græn skref“ Umhverfisstofnunar. Á kirkjujörðum á að efla skógrækt og endurheimt votlendis er hafin í Skálholti. Og biskup Íslands hefur undirritað áskorun um bann við notkun mengandi svartolíu í Norðurhöfum. Hér erum við öll á sama báti óháð lífsskoðun. Ef við viljum tryggja afkomendum okkar örugga framtíð þurfum við að breyta um lífsstíl – og byrja núna.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar