Vinna minna og allir vinna Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. nóvember 2018 13:15 Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti tillögu Vinstri grænna um að hefja tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar. Verkefnið hefur staðið yfir frá 2015 og nú taka um hundrað starfsstöðvar borgarinnar með um tvö þúsund starfsmenn þátt í verkefninu. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt kjara- og jafnréttismál. Þátttakendur geta stytt vinnuvikuna frá einni og upp í þrjár klukkustundir og eru útfærslur styttingar mismunandi eftir starfsstöðum. Ákveðið var að styttri vinnuvika myndi ekki leiða til launaskerðingar eða skerts þjónustustigs. Markmið verkefnisins er að kanna hvaða áhrif stytting vinnuvikuna hefur á álagsþætti í starfi sem geta valdið kulnum í starfi, samþættingu atvinnu og fjölskyldulífs og framleiðni. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á verkefninu og ber þeim öllum saman um að styttri vinnuvika auðveldi samræmingu vinnu og einkalífs og minnkað álag á heimili. Marktækur munur mælist á vinnuálagi, starfsanda og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Mælingar benda einnig til þess að styttri vinnuvika komi ekki niður á afköstum starfsfólks og að ávinningurinn sé mikill, bæði í bættri líðan og bættum samskiptum bæði í vinnu og heima. Þátttakendur í verkefninu nefna að með styttingu hafi starfsánægja aukist og starfsandi batnað. Minna verður um skrepp á vinnutíma og þeir sem eiga börn á leikskólaaldri upplifa meira svigrúm. Einnig nefna þátttakendur bætta andlega og líkamlega heilsu og að samræming vinnu og einkalífs valdi minni togstreitu. Stytting vinnuviku virðist auka þátttöku karla í ábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi. Karlar upplifðu ánægju með að taka meiri þátt í uppeldi barna sinna og töldu að gæðastundum fjölskyldu hafi fjölgað. Konur virðast þó ennþá bera frumábyrgð á heimilisstörfum og barnauppeldi og fundu lítinn mun á umfangi húsverka við það að stytta vinnuvikuna. Konur eru hins vegar líklegri til þess að minnka við sig vinnu til þess að sinna börnum og heimili sem hefur áhrif á laun þeirra og framgang í starfi. Stytting vinnuvikunnar er mikilvægt innlegg inn í komandi kjarasamninga. Framhald verkefnisins ræðst því af því hvort að sátt náist í samningum um að stytta vinnuvikuna. Stytting vinnuvikunnar er góð leið til þess að auka jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og inni á heimilinu. Ég vona að fyrirtæki á hinum almenna vinnumarkaði sláist í för með hinu opinbera og taki þátt í þessum breytingum, vinnum minna, og allir vinna!Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun