Hægri stjórn Ernu Solberg í Noregi gæti fallið Heimir Már Pétursson skrifar 1. nóvember 2018 19:04 Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“ Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Hægri stjórn Ernu Sólberg í Noregi gæti fallið á næstu dögum en Kristilegi þjóðarflokkurinn ákveður á morgun hvort hann stendur með stjórnarflokknum eða hallar sér til vinstri. Forsætisráðherrann er þó bjartsýn á að hún haldi forsætisráðherrastólnum. Kosið var til var til Stórþingsins haustið 2017 og eftir þær myndaði Hægriflokkur Ernu Sólberg ríkisstjórn með Framfaraflokknum, sem Venstre gekk síðan til liðs við í janúar síðastliðnum, og með stuðningi Kristilega þjóðarflokksins sem þó er utan stjórnar. Leynileg atkvæðagreiðsla á aukalandsfundi Fyrir fimm vikum tilkynnti Knut Arild Hareide formaður Kristilegra óvænt að hann vildi að flokkurinn færi í samstarf með vinstri blokkinni á þingi og boðað var til aukalandsfundar. Flest norsku dagblaðanna fjalla um aukalandsfund Kristilega þjóðarflokksins sem fram fer a morgun og getur ráðið úrslitum um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg. Kristilegi þjóðarflokkurinn er hins vegar klofinn í herðar niður. Leynileg atkvæðagreiðsla verður á fundinum á morgun um hvort að flokkurinn halli sér til vinstri eða hægri. Flokkurinn hefur hins vegar ekki mælst með minna fylgi heldur en nú samkvæmt nýrri könnun sem gerð var fyrir TV2 í Noregi. Flokkurinn mælist aðeins með 3% og er nánast að hverfa. Á meðan bíður Jonas Gahr Störe, formaður Verkamannaflokksins, á hliðarlínunni. „Og þetta er óvenjuleg staða vegna þess ef flokkurinn ákveður að fylgja formanni sínum og óska samstarfs við Verkamannaflokkinn, breytast hlutföll í Stórþinginu. Þá missir ríkisstjórninn grundvöllinn. Það gætu orðið stjórnarskipti í Noregi, segir Störe.“ Hareide hefur lýst því yfir að hann vilji ekki vera hluti af ríkisstjórn með aðild Framfaraflokksins sem stendur yst til hægri í norskum stjórnmálum. „Hareide kallar eftir annars konar samfélagi. Hann vill eiga samtal við norska samfélagið, vill önnur gildi, varðandi hver við erum og viljum vera. Það yrði uppgjör við hægri popúlismann. Ég styð það og ef það myndast meirihluti fyrir stjórnarskiptum er Verkamannaflokkurinn reiðubúinn til að axla sína ábyrgð.“ segir Störe. Telur að hún verði enn forsætisráðherra Aðspurð hvort hún telji að hún verði enn forsætisráðherra Noregs eftir mánuð segir Erna Solberg: „Já ég held það því hvernig sem fer tekur lengri tíma en það að skipta um stjórn. Ég geri mér ljóst að það getur eitthvað gerst á föstudag sem leiðir til þess að við höfum ekki lengur sömu samsteypustjórn og nú er. Annað hvort fjölgar flokkum í núverandi stjórn eða ný stjórn tekur við. Það er landsfundur Kristilegra sem ákveður hvaða stjórn verður við völd og hver verður forsætisráðherra, segir Erna Solberg.“
Norðurlönd Noregur Þingkosningar í Noregi Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira