Ekki fjallað um mikilvæga þætti í nýrri heilbrigðisstefnu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. nóvember 2018 18:45 Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira
Í drögum að nýrri heilbrigðisstefnu Velferðarráðuneytisins sem kynnt var í dag er ekki fjallað um nokkra þjónustuþætti eins og utanspítalaþjónustu, málefni hjúkrunarheimila eða þjónustu um endurhæfingu sjúklinga. Heilbrigðisráðherra vill með stefnunni að greiðsluþátttaka sjúklinga verði sú minnsta á Norðurlöndunum árið 2030. Markmið ráðherra með mótun heilbrigðisstefnu til ársins 2030 er að stefna þjónustunnar sé skýr og sameini krafta þeirra sem hana veita og tryggi sjúklingum bestu þjónustu sem völ er á. Heilbrigðisstefnan á að skapa góðan grunn undir íslenska heilbrigðiskerfið, sem hingað til hefur vantað að sögn ráðherra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.Fréttablaðið/Ernir„Við erum að fjalla um í raun og veru allar hliðar heilbrigðisþjónustunnar á Íslandi. Við erum að tala um greiðslukerfi. Við erum að tala um mönnunarmál. Við erum að tala um gæðavísa. Við erum að tala um menntun og vísindi og svo framvegis og svo framvegis. þannig að við erum í raun og veru að tala um allar hliðar málsins,“ sagði Svandís Svavarsdóttir á Heilbrigðisþingi sem haldið var í dag. Ekki fjallað um mikilvæg mál í stefnu sem á að gilda til 2030 En er það rétt? Þegar ráðherra er er spurð nánar út í einstaka þætti heilbrigðisþjónustunnar í stefnunni kemur í ljós að ekki er fjallað mikilvæg atriði eins og utanspítalaþjónustu, en þar undir er meðal annars rekstur sjúkrabíla og sjúkraflugs. „Nei. Það er góð ábending og það hefur heldur ekki sérstaklega verið fjallað til að myndum um endurhæfingarþjónustu. Við erum heldur ekki með kafla um hjúkrunarheimilin, þannig að hér eru að koma margar góðar ábendingar og ein af þeim er að koma í þessu viðtali,“ sagði Svandís.Fé hins opinbera betur ráðstafað með nýrri stefnu Svandís segir að með stefnunni eigi fé hins opinbera til heilbrigðiskerfisins að vera ráðstafað af skynsemi og réttlæti og að jöfnuður verði að aðgengi þjónustunnar. Hún segir að meira fé sé nú þegar varið til heilbrigðisþjónustunnar. Þá er markmiðið einnig að setja fjármagn í það að draga úr greiðsluþátttöku sjúklinga sem Svandís segir að sé óásættanlega hár á Íslandi en sjúklingar er á bilinu 17,4 til 17,8 prósent samanborið við 15% á hinum Norðurlöndunum. „þegar í raun og vera stefnan er komin á endastöð árið 2030, þá stefnum við að því að Ísland verði þar broddi fylkingar á Norðurlöndunum, það er að segja að greiðsluþátttakan verði hér minnst. Ég vil fyrst og fremst stefna í sömu átt og notendur þjónustunnar vilja sjálfir. það er að segja að þjónustan sé samfelld, að hún sé skýr að heilsugæslan sé tryggur sem fyrsti viðkomustaður allra í heilbrigðisþjónustunni, hvort sem er hér á höfuðborgarsvæðinu eða út um land,“ sagði SvandísHeilbrigðisþing Velferðarráðuneytisins var haldið á Grand hótel í dag. Þingi var vel sóttVísir/Einar Árnason
Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Innlent Hiti að nítján stigum í dag en yfir tuttugu á morgun Veður Fleiri fréttir „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Sjá meira