Strákurinn í fiskvinnslunni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 5. nóvember 2018 07:00 Á meðan við plokkuðum orma úr þorskinum horfðum við vinkonurnar í fiskvinnslunni á strákinn sem virtist týndur í eigin heimi vorkunnaraugum. Við vorum fimmtán ára. Sú saga gekk að hann hefði skaddast af eiturlyfjaneyslu. Þetta var mín fyrsta upplifun af hversu fólskulegur fíkniefnaheimurinn getur verið. Nú blása nýir vindar og mikið er rætt um lögleiðingu eiturlyfja eins og kannabis. Því er jafnvel haldið fram að það væri betra fyrir samfélagið. Við skulum skoða það. Í Colorado-fylki var kannabis lögleitt árið 2013. Eftir lögleiðinguna skutust unglingar í Colorado hratt upp í fyrsta sæti í mestu kannabisnotkun – þeir nota 55% meira en meðalunglingur í Bandaríkjunum. Dauðsföll í umferðinni sem rekja má til kannabisneyslu hafa rúmlega tvöfaldast, heimsóknir á bráðadeildir aukist um 35% og spítalainnlögnum af völdum kannabis fjölgaði um 72%. Vinkona mín sem býr í Colorado verður áþreifanlega vör við að kannabis sé auglýst sem hollustuvara enda eru miklir peningar sem fylgja kannabissölu. Í Colorado eru núna mun fleiri kannabisbúðir en Starbucks eða McDonald’s veitingastaðir! Sem fimmtán ára unglingur hefði ég hugsað með mér að ef kannabis væri löglegt þá væri í lagi að nota það. Við sem umgengumst strákinn í fiskvinnslunni þorðum ekki að snerta eiturlyf en strákurinn í fiskvinnslunni verður ekki alltaf á vegi unglinganna okkar. Kannabis er fíkniefni sem skaðar heila ungs fólks. Það veldur greindarskerðingu, geðrofi og ýtir undir geðklofa. Að leyfa sölu eiturlyfja og draga fleiri inn í heim fíkniefna hefur hvergi reynst farsælt. Af hverju ætti útkoman hjá okkur að vera öðruvísi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Á meðan við plokkuðum orma úr þorskinum horfðum við vinkonurnar í fiskvinnslunni á strákinn sem virtist týndur í eigin heimi vorkunnaraugum. Við vorum fimmtán ára. Sú saga gekk að hann hefði skaddast af eiturlyfjaneyslu. Þetta var mín fyrsta upplifun af hversu fólskulegur fíkniefnaheimurinn getur verið. Nú blása nýir vindar og mikið er rætt um lögleiðingu eiturlyfja eins og kannabis. Því er jafnvel haldið fram að það væri betra fyrir samfélagið. Við skulum skoða það. Í Colorado-fylki var kannabis lögleitt árið 2013. Eftir lögleiðinguna skutust unglingar í Colorado hratt upp í fyrsta sæti í mestu kannabisnotkun – þeir nota 55% meira en meðalunglingur í Bandaríkjunum. Dauðsföll í umferðinni sem rekja má til kannabisneyslu hafa rúmlega tvöfaldast, heimsóknir á bráðadeildir aukist um 35% og spítalainnlögnum af völdum kannabis fjölgaði um 72%. Vinkona mín sem býr í Colorado verður áþreifanlega vör við að kannabis sé auglýst sem hollustuvara enda eru miklir peningar sem fylgja kannabissölu. Í Colorado eru núna mun fleiri kannabisbúðir en Starbucks eða McDonald’s veitingastaðir! Sem fimmtán ára unglingur hefði ég hugsað með mér að ef kannabis væri löglegt þá væri í lagi að nota það. Við sem umgengumst strákinn í fiskvinnslunni þorðum ekki að snerta eiturlyf en strákurinn í fiskvinnslunni verður ekki alltaf á vegi unglinganna okkar. Kannabis er fíkniefni sem skaðar heila ungs fólks. Það veldur greindarskerðingu, geðrofi og ýtir undir geðklofa. Að leyfa sölu eiturlyfja og draga fleiri inn í heim fíkniefna hefur hvergi reynst farsælt. Af hverju ætti útkoman hjá okkur að vera öðruvísi?
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun