Sýslumenn andvígir því að færa innheimtu til Ríkisskattstjóra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. nóvember 2018 08:00 Ríkisskattstjóri á að sjá um innheimtu á höfuðborgarsvæðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Sýslumannafélag Íslands (SFÍ) furðar sig á fyrirhugaðri breytingu á tekjuskattslögum sem felur í sér að innheimta opinberra gjalda á höfuðborgarsvæðinu verði flutt frá Tollstjóra til Ríkisskattstjóra (RSK). Drög að frumvarpi þess efnis voru kynnt í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar á dögunum. Í umsögn frá SFÍ er lýst yfir furðu á því að nefnd um aukna skilvirkni í skattframkvæmd hafi ekki haft samráð við innheimtumenn ríkissjóðs í héraði við störf sín. „Í skipulagsbreytingum, sem átt hafa sér stað síðari ár hjá hinu opinbera, hefur þess jafnan verið gætt að þær séu ekki til þess fallnar að stuðla að aukinni áhættu, m.t.t. vanhæfissjónarmiða og óheppilegrar samtvinnunar,“ segir í umsögn SFÍ. Er þar meðal annars vísað til aðskilnaðar dóms- og framkvæmdavalds, aðgreiningar lögregluvalds og fullnustu. Í frumvarpsdrögunum virðist því kveða við nýjan tón þar sem álagning, eftirlit og innheimta verði allt á sömu hendi hvað höfuðborgarsvæðið varðar. „Höfundar frumvarpsdraganna telja álagningu og innheimtu opinberra gjalda verða einfaldari, skilvirkari og hagkvæmari með því að fela RSK innheimtuna. Ekki kemur þó fram í hverju nákvæmlega sparnaðurinn eða annar ávinningur felst, enda gert ráð fyrir óbreyttum fjölda starfsmanna og sömu húsnæðisþörf og verið hefur,“ segir í umsögninni. SFÍ telur það frekar stuðla að hagkvæmni og skilvirkni að innheimtuaðili sé ekki sá sami og leggur gjaldið á. Vísað er þar meðal annars til Danmerkur en þar hefur verið horfið frá því að hafa eina miðlæga stofnun vegna innheimtu skatta.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira