Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. nóvember 2018 07:00 Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið áberandi í kosningabaráttunni og sést hér á kosningafundi á dögunum. vísir/epa Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag. Fjölmargir kjósa til öldungadeildar þingsins, allir til fulltrúadeildar, einhverjir til ríkisstjóra. Að auki er kosið um stöður innan hvers ríkis, þing og embætti, og þá eru ýmis mál á kjörseðlinum í hverju ríki fyrir sig. Mestur áhugi er á kosningum til beggja deilda bandaríska þingsins sem og á nokkrum ríkisstjórastólum. Staðan þar til næstu tveggja ára gæti haft mikil áhrif á þennan síðari hluta kjörtímabils Donalds Trump forseta og er afar mikið í húfi. Frambjóðendur beggja flokka hafa fullyrt að um sé að ræða „mikilvægustu miðkjörtímabilskosningar í langan tíma“. Einblínt verður á þær kosningar á næturvakt á Fréttablaðið.is í nótt. Kjörstöðum verður lokað víða á miðnætti og má vænta úrslita upp úr því. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ekki er hægt að segja að hún hafi markast af einu ákveðnu máli. Á lokasprettinum nú hafa Repúblikanar einna helst einbeitt sér að efnahagsmálum enda fer störfum fjölgandi og atvinnuleysi mælist undir fjórum prósentum. Langt er síðan staðan þar hefur verið betri. Þá hefur Trump flakkað um landið og farið mikinn í umræðu um flóttamannalestina sem gengur nú yfir Mexíkó í átt að Bandaríkjunum. Demókratar hafa margir hverjir einblínt á heilbrigðismál og andstöðu við hinn umdeilda forseta. Ýmsir skýrendur, til að mynda á fréttavefnum Politico, hafa haldið því fram að Demókratar nýti nú miðkjörtímabilskosningarnar til þess að finna bestu leiðina til þess að hafa Hvíta húsið af Trump árið 2020. Innan flokksins sé rætt um hvort betra sé að höfða til miðjunnar eða að fylgja þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár að sækja lengra út á vænginn með því að stefna að aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðismálum og því að ákæra Trump til embættismissis. Ljóst er, sama hvor stefnan er valin, að Demókratar munu geta hindrað störf Trumps forseta verulega, nái þeir meirihluta í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Og útlit er fyrir það. Samkvæmt spálíkani tölfræðifréttavefsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannana, fjáröflunar, sögunnar og annarra þátta, eru 87,5 prósenta líkur á því að Demókratar taki fulltrúadeildina. Ástæðuna má til að mynda rekja til þess að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur forsetanum og til þess að metfjöldi Repúblikana er nú að hætta á þingi og sæti þeirra því viðkvæmari. Samkvæmt FiveThirtyEight hallast rétt rúmur meirihluti þingsætanna 435 að Demókrötum og afar mjótt er á munum hvað snertir 18 í viðbót. Allt aðra sögu er að segja með öldungadeildina. Þar mælast, samkvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta og eru þeir líklegri til þess að bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis er nærri öruggt að Repúblikanar hirði Norður-Dakóta en þar mælist Repúblikaninn með tíu prósentustiga forskot. Kortið svokallaða er óhagstætt Demókrötum en kosið er um þriðjung þeirra hundrað sæta sem eru í öldungadeildinni. Þar af þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum. Afar mjótt telst á munum í tveimur ríkjum en þar mælast Repúblikanar þó með forskot í könnunum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í dag. Fjölmargir kjósa til öldungadeildar þingsins, allir til fulltrúadeildar, einhverjir til ríkisstjóra. Að auki er kosið um stöður innan hvers ríkis, þing og embætti, og þá eru ýmis mál á kjörseðlinum í hverju ríki fyrir sig. Mestur áhugi er á kosningum til beggja deilda bandaríska þingsins sem og á nokkrum ríkisstjórastólum. Staðan þar til næstu tveggja ára gæti haft mikil áhrif á þennan síðari hluta kjörtímabils Donalds Trump forseta og er afar mikið í húfi. Frambjóðendur beggja flokka hafa fullyrt að um sé að ræða „mikilvægustu miðkjörtímabilskosningar í langan tíma“. Einblínt verður á þær kosningar á næturvakt á Fréttablaðið.is í nótt. Kjörstöðum verður lokað víða á miðnætti og má vænta úrslita upp úr því. Kosningabaráttan hefur verið hörð og ekki er hægt að segja að hún hafi markast af einu ákveðnu máli. Á lokasprettinum nú hafa Repúblikanar einna helst einbeitt sér að efnahagsmálum enda fer störfum fjölgandi og atvinnuleysi mælist undir fjórum prósentum. Langt er síðan staðan þar hefur verið betri. Þá hefur Trump flakkað um landið og farið mikinn í umræðu um flóttamannalestina sem gengur nú yfir Mexíkó í átt að Bandaríkjunum. Demókratar hafa margir hverjir einblínt á heilbrigðismál og andstöðu við hinn umdeilda forseta. Ýmsir skýrendur, til að mynda á fréttavefnum Politico, hafa haldið því fram að Demókratar nýti nú miðkjörtímabilskosningarnar til þess að finna bestu leiðina til þess að hafa Hvíta húsið af Trump árið 2020. Innan flokksins sé rætt um hvort betra sé að höfða til miðjunnar eða að fylgja þeirri þróun sem hefur orðið undanfarin ár að sækja lengra út á vænginn með því að stefna að aukinni ríkisvæðingu í heilbrigðismálum og því að ákæra Trump til embættismissis. Ljóst er, sama hvor stefnan er valin, að Demókratar munu geta hindrað störf Trumps forseta verulega, nái þeir meirihluta í að minnsta kosti annarri deild þingsins. Og útlit er fyrir það. Samkvæmt spálíkani tölfræðifréttavefsins FiveThirtyEight, sem tekur tillit til kannana, fjáröflunar, sögunnar og annarra þátta, eru 87,5 prósenta líkur á því að Demókratar taki fulltrúadeildina. Ástæðuna má til að mynda rekja til þess að meirihluti Bandaríkjamanna er andvígur forsetanum og til þess að metfjöldi Repúblikana er nú að hætta á þingi og sæti þeirra því viðkvæmari. Samkvæmt FiveThirtyEight hallast rétt rúmur meirihluti þingsætanna 435 að Demókrötum og afar mjótt er á munum hvað snertir 18 í viðbót. Allt aðra sögu er að segja með öldungadeildina. Þar mælast, samkvæmt sömu stöðlum, 83,2 prósent líkur á að Repúblikanar haldi meirihluta og eru þeir líklegri til þess að bæta við sig ef eitthvað er. Til dæmis er nærri öruggt að Repúblikanar hirði Norður-Dakóta en þar mælist Repúblikaninn með tíu prósentustiga forskot. Kortið svokallaða er óhagstætt Demókrötum en kosið er um þriðjung þeirra hundrað sæta sem eru í öldungadeildinni. Þar af þurfa Demókratar, og óháðir á þeirra bandi, að verja sæti í tíu ríkjum sem Trump vann í forsetakosningunum. Afar mjótt telst á munum í tveimur ríkjum en þar mælast Repúblikanar þó með forskot í könnunum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Facebook, NBC og Fox hætta að sýna auglýsinguna sem CNN neitaði að birta Samfélagsmiðillinn Facebook og bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og Fox News hyggjast hætta sýningum á umdeildri auglýsingu Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 5. nóvember 2018 23:30
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30
Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. 5. nóvember 2018 15:15