Bréf Icelandair lækka á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 6. nóvember 2018 11:20 Flugvél Icelandair sést hér lenda í Zürich. Getty/Sopa Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. Eftir að greint var frá yfirtöku félagsins á WOW Air í gær hækkuðu bréfin í Icelandair hratt og við lokun markaða í gær hafði hækkunin numið 39 prósentum.Það vantar því töluvert upp á það að hækkun gærdagsins gangi til baka. Virði bréfa í félaginu er nú um 10,5 krónur á hlut, fór hæst í rúmlega 11 krónur í gær en var um 7,9 krónur við lokun markaða á föstudag. Bréf í Icelandair hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur en heildarhækkun bréfanna síðastliðinn mánuð nemur um 65 prósentum. Hækkunin kemur eftir mikið lækkunarskeið hjá Icelandair síðustu misseri. Alls hafa bréfin í félaginu lækkað um næstum 30 prósent síðustu 12 mánuði.Sjá einnig: Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW AirÚrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent í morgun en af öllum félögum í Kauphöllinni hafa verið langmest viðskipti með bréf í Icelandair. Nú á tólfta tímanum námu viðskiptin um 385 milljónum króna en næst mestu viðskiptin hafa verið með bréf í olíufélaginu N1, um 47 milljónir króna.Það var fjörugur dagur á markaði í gær en við lokun þeirra síðdegis höfðu verið gerði 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár. Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Það sem af er morgni hafa hlutabréf í Icelandair lækkað um næstum sex prósent. Eftir að greint var frá yfirtöku félagsins á WOW Air í gær hækkuðu bréfin í Icelandair hratt og við lokun markaða í gær hafði hækkunin numið 39 prósentum.Það vantar því töluvert upp á það að hækkun gærdagsins gangi til baka. Virði bréfa í félaginu er nú um 10,5 krónur á hlut, fór hæst í rúmlega 11 krónur í gær en var um 7,9 krónur við lokun markaða á föstudag. Bréf í Icelandair hafa verið á miklu flugi undanfarnar vikur en heildarhækkun bréfanna síðastliðinn mánuð nemur um 65 prósentum. Hækkunin kemur eftir mikið lækkunarskeið hjá Icelandair síðustu misseri. Alls hafa bréfin í félaginu lækkað um næstum 30 prósent síðustu 12 mánuði.Sjá einnig: Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW AirÚrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,6 prósent í morgun en af öllum félögum í Kauphöllinni hafa verið langmest viðskipti með bréf í Icelandair. Nú á tólfta tímanum námu viðskiptin um 385 milljónum króna en næst mestu viðskiptin hafa verið með bréf í olíufélaginu N1, um 47 milljónir króna.Það var fjörugur dagur á markaði í gær en við lokun þeirra síðdegis höfðu verið gerði 277 viðskipti með Icelandair Group fyrir rúmar 948 milljónir, með áðurnefndri 39,2% hækkun hlutabréfa félagsins. Aldrei hafa fleiri viðskipti verið gerð með félag á einum degi í yfir áratug, að undanskildum viðskiptum á fyrsta skráningardegi þriggja félaga. Heildarfjöldi viðskipta á hlutabréfamarkaði var jafnframt 605, sem gerir heildarfjölda dagsins þann mesta í tíu ár.
Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30 Mest lesið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Viðskipti innlent Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Sjá meira
Icelandair hækkaði um 39% í dag eftir að tilkynnt var um kaupin á WOW Air Hlutabréf í Icelandair Group hækkuðu um 39 prósent í Kauphöll Íslands í dag eftir að tilkynnt var kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW Air. Kaupverðið er greitt með hlutabréfum í Icelandair. WOW Air verður sjálfstætt dótturfélag Icelandair. Félögin verða rekin áfram undir sömu vörumerkjum og engin breyting verður á rekstri þeirra fyrst um sinn. 5. nóvember 2018 18:30
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Kaupin á WOW Air hrundu af stað mestu viðskiptum í Kauphöllinni síðan föstudaginn fyrir hrun Fjörugur dagur á markaði er nú að kvöldi kominn en gengi Icelandair Group hækkaði um 39,2% eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á flugfélaginu WOW Air. 5. nóvember 2018 20:30