Fjölbreyttir frambjóðendur náðu kjöri Kjartan Kjartansson skrifar 7. nóvember 2018 12:38 Sharice Davids fagnaði með stuðningsmönnum sínum í nótt. Hún deilir heiðrinum að vera fyrsta frumbyggjakonan til að ná sæti í fulltrúadeildinni og verður fyrsti samkynhneigði fulltrúadeildarþingmaður Kansas. Vísir/Getty Frumbyggjar, múslimakonur og hinsegin fólk voru á meðal þeirra sem brutu blað í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær. Konur unnu einnig á þó að enn halli verulega á þær í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit voru víða söguleg í bandarísku þing- og ríkisstjórakosningunum sem fóru fram í gær. Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblikanar héldu velli í öldungadeildinni og bættu við sig sætum þar. New York Times og Washington Post hafa tekið saman lista yfir nokkra frambjóðendur sem náðu kjöri fyrir flokkana sem eru brautryðjendur þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu ekki átt sér marga ef nokkra fulltrúa í æðstu embættum landsins eða fyrir hönd ríkja sinna. Sharice Davids og Debra Haaland, tvær konur sem buðu sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins, deila þeim heiðri að vera fyrstu frumbyggjakonurnar til þess að ná kjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Davids, sem er frá Kansas, er jafnframt fyrsta samkynhneigða konan sem nær kjöri fyrir ríkið. Í kosningabaráttunni bar Haaland, frá Nýju-Mexíkó, umdeildan aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðal annars saman við það þegar börn frumbyggja Norður-Ameríku voru skilin frá foreldrum sínum. Tvær múslimakonur náðu einnig kjöri til fulltrúadeildarinnar í fyrsta skipti, þær Ilhan Omar, demókrati frá Minnesóta, og Rashida Tlaib, demókrati frá Michigan. Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þing en Tlaib er af palestínskum ættum. Í Colorado varð Jared Polis fyrsti opinskátt samkynhneigði karlmaðurinn til þess að ná kjöri sem ríkisstjóri í Bandaríkjunum þegar hann hrósaði sigri í nótt. Hann kemur einnig úr röðum Demókrataflokksins.Ilham Omar á rætur sínar að rekja til Sómalíu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að vinna sæti í fulltrúadeildinni ásamt Rashidu Tlaib í Michigan.Vísir/GettyKonur réttu hlut sinn en enn aðeins innan við fjórðungur þingmanna Lengi hefur hallað á konur í bandarískum stjórnmálum. Konur unnu þó verulega á í kosningunum til fulltrúadeildarinnar og er nú útlit fyrir að hundrað þeirra sitji á þingi á næsta kjörtímabili. Þær hafa þá aldrei verið fleiri. Þær eru engu að síður í minnihluta í fulltrúadeildinni þar sem 435 þingmenn eiga sæti. Alexandria Ocasio-Cortez varð yngsta konan til að ná kjöri til fulltrúadeildarinnar. Hún er 29 ára gömul og tilheyrir vinstri armi Demókrataflokksins. Hún velti sitjandi þingmanni flokksins í 14. kjördæmi New York óvænt úr stóli í forvali í sumar. Hún hefur aldrei gegnt embætti sem kjörinn fulltrúi áður. Þá kusu Texasbúar sér konur af rómönsk-amerískum ættum á þing í fyrsta skipti. Þær Veronica Escobar og Sylvia Garcia náðu báðar kjöri í einu stærsta ríki Bandaríkjanna þar sem nærri því 40% íbúa er af spænskum eða rómansk-amerískum ættum. Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, varð fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar í Tennessee. Hún er einarður andstæðingur fóstureyðinga og er harður stuðningsmaður Donalds Trump forseta. Konur komust einnig í ríkisstjórasetrið í nokkrum ríkjum í fyrsta skipti í gær. Kristi Noem, þingkona repúblikana, náði kjöri sem ríkisstjóri Suður-Dakóta og Janet Mills, dómsmálaráðherra í Maine, vann sigur fyrir demókrata þar.Marsha Blackburn lék á als oddi á kosningavöku í gær. Hún er fyrsta konan sem kosin er til öldungadeildarinnar í Tennessee.Vísir/Getty Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Sómalía Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Dalurinn veikist Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. 7. nóvember 2018 10:31 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Frumbyggjar, múslimakonur og hinsegin fólk voru á meðal þeirra sem brutu blað í þingkosningunum í Bandaríkjunum í gær. Konur unnu einnig á þó að enn halli verulega á þær í báðum deildum Bandaríkjaþings. Úrslit voru víða söguleg í bandarísku þing- og ríkisstjórakosningunum sem fóru fram í gær. Demókratar unnu meirihluta í fulltrúadeildinni en repúblikanar héldu velli í öldungadeildinni og bættu við sig sætum þar. New York Times og Washington Post hafa tekið saman lista yfir nokkra frambjóðendur sem náðu kjöri fyrir flokkana sem eru brautryðjendur þjóðfélagshópa sem hafa fram að þessu ekki átt sér marga ef nokkra fulltrúa í æðstu embættum landsins eða fyrir hönd ríkja sinna. Sharice Davids og Debra Haaland, tvær konur sem buðu sig fram fyrir hönd Demókrataflokksins, deila þeim heiðri að vera fyrstu frumbyggjakonurnar til þess að ná kjöri í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. Davids, sem er frá Kansas, er jafnframt fyrsta samkynhneigða konan sem nær kjöri fyrir ríkið. Í kosningabaráttunni bar Haaland, frá Nýju-Mexíkó, umdeildan aðskilnað fjölskyldna á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó meðal annars saman við það þegar börn frumbyggja Norður-Ameríku voru skilin frá foreldrum sínum. Tvær múslimakonur náðu einnig kjöri til fulltrúadeildarinnar í fyrsta skipti, þær Ilhan Omar, demókrati frá Minnesóta, og Rashida Tlaib, demókrati frá Michigan. Omar er fyrsti Bandaríkjamaðurinn af sómölskum ættum sem er kosinn á þing en Tlaib er af palestínskum ættum. Í Colorado varð Jared Polis fyrsti opinskátt samkynhneigði karlmaðurinn til þess að ná kjöri sem ríkisstjóri í Bandaríkjunum þegar hann hrósaði sigri í nótt. Hann kemur einnig úr röðum Demókrataflokksins.Ilham Omar á rætur sínar að rekja til Sómalíu. Hún varð fyrsta múslimakonan til að vinna sæti í fulltrúadeildinni ásamt Rashidu Tlaib í Michigan.Vísir/GettyKonur réttu hlut sinn en enn aðeins innan við fjórðungur þingmanna Lengi hefur hallað á konur í bandarískum stjórnmálum. Konur unnu þó verulega á í kosningunum til fulltrúadeildarinnar og er nú útlit fyrir að hundrað þeirra sitji á þingi á næsta kjörtímabili. Þær hafa þá aldrei verið fleiri. Þær eru engu að síður í minnihluta í fulltrúadeildinni þar sem 435 þingmenn eiga sæti. Alexandria Ocasio-Cortez varð yngsta konan til að ná kjöri til fulltrúadeildarinnar. Hún er 29 ára gömul og tilheyrir vinstri armi Demókrataflokksins. Hún velti sitjandi þingmanni flokksins í 14. kjördæmi New York óvænt úr stóli í forvali í sumar. Hún hefur aldrei gegnt embætti sem kjörinn fulltrúi áður. Þá kusu Texasbúar sér konur af rómönsk-amerískum ættum á þing í fyrsta skipti. Þær Veronica Escobar og Sylvia Garcia náðu báðar kjöri í einu stærsta ríki Bandaríkjanna þar sem nærri því 40% íbúa er af spænskum eða rómansk-amerískum ættum. Marsha Blackburn, frambjóðandi repúblikana, varð fyrsta konan til að ná kjöri til öldungadeildarinnar í Tennessee. Hún er einarður andstæðingur fóstureyðinga og er harður stuðningsmaður Donalds Trump forseta. Konur komust einnig í ríkisstjórasetrið í nokkrum ríkjum í fyrsta skipti í gær. Kristi Noem, þingkona repúblikana, náði kjöri sem ríkisstjóri Suður-Dakóta og Janet Mills, dómsmálaráðherra í Maine, vann sigur fyrir demókrata þar.Marsha Blackburn lék á als oddi á kosningavöku í gær. Hún er fyrsta konan sem kosin er til öldungadeildarinnar í Tennessee.Vísir/Getty
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Mexíkó Sómalía Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11 Dalurinn veikist Bandaríkjadalurinn hefur lækkað frá opnun markaða í morgun. 7. nóvember 2018 10:31 Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40 Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
Yngst bandarískra kvenna til að taka sæti á þingi Hin 29 ára Alexandria Ocasio-Cortez varð í nótt yngst bandarískra kvenna til að verða kjörin til að taka sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. 7. nóvember 2018 10:11
Ted Cruz hafði betur gegn vonarstjörnu Demókrata Repúblikaninn Ted Cruz hafði betur gegn einni helstu vonarstjörnu Demókrata, Beto O'Rourke, í kosningunum til öldungadeildarinnar í Texas í nótt. 7. nóvember 2018 08:40
Sviptingar í ríkisstjórakosningum Repúblikanar unnu sigra í tveimur ríkjum þar sem demókratar höfðu gert sér vonir um sigur. Í Wisconsin náðu demókratar að fella umdeildan ríkisstjóra repúblikana. 7. nóvember 2018 09:36